Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 20:19 Svona mun kortið líta út. Mynd/Apple Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. Kreditkortið mun bæði verða til í hefðbundnu formi auk þess sem að rafræn útgáfa af því verður útbúin fyrir iPhone-síma fyrirtækisins. iPhone-útgáfan mun fela í sér tvö prósent endurgreiðslu við hver kaup auk þess sem að ekkert árgjald verður rukkað fyrir símaútgáfuna. Kortið er unnið í sameiningu með bandaríska bankanum Goldman Sachs og kortafyrirtækinu Mastercard en kortið var kynnt til leiks, ásamt ýmsum öðrum vörum, á sérstökum viðburði Apple í Kaliforníu-ríki fyrr í dag.Þá var Apple TV+ appið kynnt til leiks en með því dýfir Apple fætinum í streymisveitubransann en í appinu, sem gefið verður út í haust, má finna efni frá öðrum streymisveitum á borð við Hulu og HBO auk efnis sem Apple mun framleiða sjálft. Efni frá Netflix verður þó ekki í boði.Apple TV+ appið verður ekki eingöngu bundið við Apple-tæki en það muna einnig koma út í útgáfum sem henta snjallsjónvörpum Samsung, LG, Sony og Vizio.Leikstjórinn frægi Steven Spielberg er á meðal þeirra sem mun búa til efni fyrir Apple TV+ auk sjónvarpsstjarna á borð við Jennifer Aniston, Oprah Winfrey, Steve Carrell og Jason Momoa.Þá kynnti Apple einnig nýja fréttaveitu til leiks, Apple News+ þar sem finna má fjölmörg dagblöð og tímarit á borð við Wall Street Journal, New Yorker, Vogue og National Geographic gegn áskriftargjaldi. Apple Tengdar fréttir Apple selur færri iPhone Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent. 30. janúar 2019 10:41 Andar köldu á milli Apple og Facebook Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi. 1. febrúar 2019 08:00 Ný AirPods óvænt kynnt Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. 21. mars 2019 07:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. Kreditkortið mun bæði verða til í hefðbundnu formi auk þess sem að rafræn útgáfa af því verður útbúin fyrir iPhone-síma fyrirtækisins. iPhone-útgáfan mun fela í sér tvö prósent endurgreiðslu við hver kaup auk þess sem að ekkert árgjald verður rukkað fyrir símaútgáfuna. Kortið er unnið í sameiningu með bandaríska bankanum Goldman Sachs og kortafyrirtækinu Mastercard en kortið var kynnt til leiks, ásamt ýmsum öðrum vörum, á sérstökum viðburði Apple í Kaliforníu-ríki fyrr í dag.Þá var Apple TV+ appið kynnt til leiks en með því dýfir Apple fætinum í streymisveitubransann en í appinu, sem gefið verður út í haust, má finna efni frá öðrum streymisveitum á borð við Hulu og HBO auk efnis sem Apple mun framleiða sjálft. Efni frá Netflix verður þó ekki í boði.Apple TV+ appið verður ekki eingöngu bundið við Apple-tæki en það muna einnig koma út í útgáfum sem henta snjallsjónvörpum Samsung, LG, Sony og Vizio.Leikstjórinn frægi Steven Spielberg er á meðal þeirra sem mun búa til efni fyrir Apple TV+ auk sjónvarpsstjarna á borð við Jennifer Aniston, Oprah Winfrey, Steve Carrell og Jason Momoa.Þá kynnti Apple einnig nýja fréttaveitu til leiks, Apple News+ þar sem finna má fjölmörg dagblöð og tímarit á borð við Wall Street Journal, New Yorker, Vogue og National Geographic gegn áskriftargjaldi.
Apple Tengdar fréttir Apple selur færri iPhone Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent. 30. janúar 2019 10:41 Andar köldu á milli Apple og Facebook Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi. 1. febrúar 2019 08:00 Ný AirPods óvænt kynnt Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. 21. mars 2019 07:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple selur færri iPhone Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent. 30. janúar 2019 10:41
Andar köldu á milli Apple og Facebook Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi. 1. febrúar 2019 08:00
Ný AirPods óvænt kynnt Fyrri útgáfa var vinsæl jólagjöf hér á landi um síðustu jól og var víða uppseld í janúar. 21. mars 2019 07:15