Mildum höggið, verjum störfin og fáum ferðamenn til að stoppa lengur Þórir Garðarsson skrifar 25. mars 2019 10:30 Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þó ferðamönnum hér á landi fækki verulega á næstu misserum vegna áfalla í flugsamgöngum, þá er ekki þar með sagt að höggið fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið þurfi að verða jafn yfirþyrmandi og margir óttast. Fjöldi ferðamanna er aðeins önnur hliðin á peningnum. Hin hliðin er hversu lengi þeir stoppa. Ef ein aukanótt bætist að meðaltali við hjá ferðamönnum sem hingað koma, þá jafngildir það 15% „fjölgun“ þeirra. Slík breyting myndi að miklu leyti bæta fyrir áfallið. En hvernig förum við að því að fá ferðamennina til að dvelja hér degi lengur? Við vitum hvers vegna ferðamenn hafa stytt dvölina síðustu ár. Íslandsferðin hefur einfaldlega orðið óheyrilega dýr. Það er nefnilega ekki nóg að lokka ferðamenn til landsins með fargjöldum sem standa ekki undir kostnaði. Snarhækkaður launakostnaður, sterk króna, innleiðing virðisaukaskatts árið 2016, hár fjármagnskostnaður og stórauknar álögur hins opinbera fara rakleiðis út í verðlagið. Með því að létta þessa bagga fáum við ferðamennina til að dvelja lengur. Ekki síst skiptir það máli fyrir ferðaþjónustuna utan Suðvesturlands að ferðamenn hafi tíma og peninga til að fara lengra. Stjórnvöld leika aðalhlutverkið í þeim ráðstöfunum sem þarf að grípa til: Númer eitt er að koma með svo myndarlegum hætti að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Flest ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin á sléttu eða með tapi vegna þess að þau geta ekki sett kostnað út í verðlagið. Á það er ekki bætandi. Lækka kostnað ferðamanna með því að fella niður gistináttagjald og önnur opinber gjöld sem farið er að leggja í gríð og erg á allar hreyfingar eða viðdvöl ferðamanna. Í leiðinni er ráðlegt að leggja á hilluna aðrar hugmyndir um að skattleggja ferðamenn upp í rjáfur. Stórauka framlög til uppbyggingar og reksturs vinsælla ferðamannastaða, þannig að þeir verði aðgengilegri og geti boðið einfalda þjónustu á borð við salernisaðstöðu. Engin hætta er á því að lækkaðar álögur hins opinbera eða annar stuðningur verði eftir hjá fyrirtækjunum. Mjög hörð samkeppni í ferðaþjónustunni sér til þess. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll að halda sem lengst í erlendu gestina til að mæta fækkun þeirra. Þeir færa okkur gjaldeyri sem heldur verðlagi niðri, þeir skapa tugþúsundum atvinnu og þeir skila ríki og sveitarfélögum um 100 milljörðum króna í skatttekjur á hverju ári.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson Skoðun