Hvað ef Georg Bjarnfreðarson sækir um? Baldvin Björgvinsson skrifar 21. mars 2019 07:57 Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar