Var of feiminn til að dansa við stelpurnar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 14:30 Sverrir Gauti segir mikinn styrk fyrir leikara að geta dansað en að nám hans á leiklistarbrautinni hjálpi honum líka mikið í dansinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Draumur Sverris Gauta Svavarssonar hefur ætíð verið að verða leikari. Í honum blundaði dansari en sökum feimni skorti hann kjark til að dansa við stelpur. Nú snýr hann ballerínum og getur vart gert upp á milli leiklistar og dans. Mig hefur dreymt um að verða leikari síðan ég var lítill. Í mér hefur líka blundað dansari en ég þorði aldrei að taka skrefið vegna þess að ég var svo feiminn við stelpurnar og skorti dirfsku til að dansa við þær,“ segir Sverri Gauti Svavarsson, 19 ára ballettdansari og nemandi við leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Á sokkabuxum við píanó Sverrir Gauti var sautján ára þegar hann rakst á viðtal við Hólmgeir Gauta Agnarsson sem þá stundaði ballettnám við Klassíska listdansskólann. „Viðtalið náði til mín og ég fann að mig langaði að prófa. Ég hafði því samband við Hólmgeir Gauta sem sagði einfaldlega: „Það er skólasetning á miðvikudaginn. Mættu!“ Ég tók hann á orðinu, mætti í fyrsta tíma skólaársins og þannig hófst sagan af því hvers vegna ég fór í sokkabuxur og byrjaði að dansa ballett við stöng og píanóundirleik,“ segir Sverrir Gauti hamingjusamur. „Kennarinn sagði að tæknin gæti virst yfirþyrmandi í fyrstu og því væri fyrsti tíminn ekki alltaf skemmtilegur en sannleikurinn er sá að fyrsti tíminn var sá besti sem ég hafði á ævinni upplifað. Tónlistin var svo róandi og enn líður mér stundum eins og ég sé í jóga. Maður mætir í tíma, sleppir sér í dansinum og lætur hugann reika. Ég hef líka uppgötvað að ballett er frábær í próflestri því tónlistin veldur slökun og í dansinum dreymir mann um allt aðra hluti en próflestur,“ segir Sverri Gauti og hlær. Karlmannlegasta íþróttin Innan um tignarlegar ballerínur vantar enn fleiri karldansara. „Það vantar fleiri stráka í ballett en þeir þora ekki að taka af skarið vegna eilífrar pressu um að vera sterkir og karlmannlegir. Sjálfur sé ég mikið eftir því að hafa ekki byrjað í ballett fyrr. Ballett er langkarlmannlegasta íþrótt sem ég hef prófað og ég hef aldrei reynt neitt erfiðara en ballett sem er ákaflega agað og strangt listform, hörkupúl og hrikalega erfitt. Það kemst maður hins vegar ekki að raun um nema að prófa,“ segir Sverrir Gauti sem dró vin sinn, Mikael Bjarna Gunnarsson, með sér í ballettinn og sá varð jafn hugfanginn af dansinum og Sverrir Gauti. „Ballettinn hefur tvíeflt mig og hann gefur mér mikið í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég finn mikinn mun á mér; er í frábæru formi, hef meira þol, aukinn liðleika, styrk og vöðvamassa, en áður var helsta hreyfingin sem ég fékk að hlaupa á eftir strætó. Nú er ég farinn að borða meira og hollar og þykir vænna um líkama minn. Mér líður betur í skrokknum þegar ég vakna á morgnana og er farinn að meta tilveruna öðruvísi, njóta þess að slaka á og staldra við til að njóta.“ Sverrir Gauti segir gaman að upplifa viðbrögð fólks þegar það uppgötvar að hann æfir ballett. „Áður, þegar ég sagðist vilja verða leikari var viðkvæðið gjarnan: „Já, já, ungi maður, þú vilt verða leikari“, en í ballettinum lítur fólk meira upp til manns, það sér að maður tekur hlutina alvarlega og ég verð þess áskynja að það er mikil virðing borin fyrir ballett sem listformi sem og ballettdönsurum, enda útheimtir það mikið úthald, styrk og hæfileika að ná tökum á honum.“ Hræddir við að missa kúlið Þeir sem hafa aldrei dansað ballett og eru komnir á menntaskólaaldur fara á undirbúningsbraut áður en þeir hefja þriggja ára nám á framhaldsbraut. „Fyrsta árið fór ég á undirbúningsbraut og það gjörbreytti bæði líkama og sál. Ég, sem hafði alltaf stefnt að því að verða leikari, varð tvístígandi um hvort ég vildi verða leikari eða dansari í framtíðinni. Ég hef mikla ástríðu fyrir hvoru tveggja en reikna með að leiklistin verði ofan á þótt ég muni aldrei sleppa takinu af dansinum sem kom svo óvænt inn í líf mitt,“ segir Sverrir Gauti sem fann dansáhugann fyrst kvikna þegar hann fylgdi eftir danssporum í uppsetningum Sönglistar í Borgarleikhúsinu þar sem hann stundaði nám sem barn og unglingur. „Það er til nóg af strákum sem kunna að leika en það skortir mikið stráka sem geta bæði leikið og dansað. Því er styrkur fyrir leikara að geta dansað og strákar sem vilja fleiri tækifæri ættu hiklaust að prófa ballett,“ segir Sverrir Gauti sem fær oft boð um að dansa í verkum og fékk sitt fyrsta hlutverk eftir aðeins mánuð í námi við Klassíska listdansskólann. „Það er synd hvað strákar eru hræddir við almenningsálitið. Svo margir hafa dansinn í sér en þeir óttast að missa kúlið ef þeir tækju ákvörðun um að æfa ballett af kappi. Ég get staðfest að engum þætti minna til þeirra koma. Þvert á móti myndu þeir öðlast virðingu og aðdáun fyrir að taka skrefið og fara óhræddir sína eigin leið,“ segir Sverrir Gauti sem reynir reglulega að hafa áhrif á þrettán ára bróður sinn að prófa eins og einn balletttíma. „Ég múta honum með pitsu og bíóferð því ég vil alls ekki að hann upplifi það sama og ég, að sjá eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. Drengurinn harðneitar og vill bara vera í karate til að verða sterkur og geta lamið mig, en hverju hafði ég að tapa, miðvikudaginn sem frændi minn Hólmgeir Gauti sagði mér að mæta? Nákvæmlega engu. Ég hafði allt að vinna en veit að þegar strákar þekkja ekki hlutina fara þeir ekki sjálfviljugir af stað heldur þurfa að hafa einhvern með sér eða vera ýtt út í það.“ Langar að dansa á táskóm Karlkyns ballettdansarar dansa ekki á táskóm eins og ballerínur. „En ég væri mjög svo til í að læra að dansa á táskóm til að verða enn betri ballettdansari og styrkja ristar mínar og fætur,“ segir Sverrir Gauti sem er hávaxinn; 194,5 sentimetrar á hæð. „Það er óvenju hátt fyrir ballettdansara en hvorki þykir gott að vera of lítill né of stór í ballett. Þannig er léttara fyrir vin minn að lyfta stelpunum því þær geta hoppað upp í hans hæð en ég þarf að lyfta þeim meira og hærra. Hávaxnir ballettdansarar hafa þó gert það gott um allan heim og það lítur hrikalega vel út á sviði að sjá pas de deux (tvídans) á milli hávaxins herra og ballerínu sem dansa með öllum líkamanum af krafti,“ segir Sverrir Gauti sem hefur smám saman losnað við feimnina eftir að dansa við fjölda ballerína í ballettskólanum. „Mér þykir skemmtilegt að vera innan um allar þessar frábæru stelpur en í fyrstu varð ég enn feimnari þegar ég þurfti að halda utan um mitti þeirra í pas de deux-tímum. Strákar þurfa nefnilega að halda afar fast um mitti stelpna til að þær haldi jafnvægi á táskóm og í fyrsta tímanum hvatti kennarinn mig til að halda fastar og fastar og ég varð dauðhræddur um að meiða þær. Tvídans kallar á mikið návígi og sennilega væri ég minna feiminn ef ég þekkti allar ballerínurnar til fullnustu en þetta er allt að koma og maður bara kýlir á það,“ segir Sverri Gauti brosmildur en stelpurnar þurfa að slást um strákana sem eru of fáir. „Auðvitað er ósanngjarnt hversu mikið við strákarnir fáum upp í hendurnar á meðan stelpurnar þurfa að vinna miklu harðar að öllu. Á milli nemenda ríkir vinátta, samkennd og skemmtileg stemning en stundum innbyrðis samkeppni þegar allir keppast um hrós frá kennaranum. Það er væntanlega eðlilegt því hver og einn vill uppskera sem mest og gefur því af sér eins og hann getur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Ballett Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Draumur Sverris Gauta Svavarssonar hefur ætíð verið að verða leikari. Í honum blundaði dansari en sökum feimni skorti hann kjark til að dansa við stelpur. Nú snýr hann ballerínum og getur vart gert upp á milli leiklistar og dans. Mig hefur dreymt um að verða leikari síðan ég var lítill. Í mér hefur líka blundað dansari en ég þorði aldrei að taka skrefið vegna þess að ég var svo feiminn við stelpurnar og skorti dirfsku til að dansa við þær,“ segir Sverri Gauti Svavarsson, 19 ára ballettdansari og nemandi við leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Á sokkabuxum við píanó Sverrir Gauti var sautján ára þegar hann rakst á viðtal við Hólmgeir Gauta Agnarsson sem þá stundaði ballettnám við Klassíska listdansskólann. „Viðtalið náði til mín og ég fann að mig langaði að prófa. Ég hafði því samband við Hólmgeir Gauta sem sagði einfaldlega: „Það er skólasetning á miðvikudaginn. Mættu!“ Ég tók hann á orðinu, mætti í fyrsta tíma skólaársins og þannig hófst sagan af því hvers vegna ég fór í sokkabuxur og byrjaði að dansa ballett við stöng og píanóundirleik,“ segir Sverrir Gauti hamingjusamur. „Kennarinn sagði að tæknin gæti virst yfirþyrmandi í fyrstu og því væri fyrsti tíminn ekki alltaf skemmtilegur en sannleikurinn er sá að fyrsti tíminn var sá besti sem ég hafði á ævinni upplifað. Tónlistin var svo róandi og enn líður mér stundum eins og ég sé í jóga. Maður mætir í tíma, sleppir sér í dansinum og lætur hugann reika. Ég hef líka uppgötvað að ballett er frábær í próflestri því tónlistin veldur slökun og í dansinum dreymir mann um allt aðra hluti en próflestur,“ segir Sverri Gauti og hlær. Karlmannlegasta íþróttin Innan um tignarlegar ballerínur vantar enn fleiri karldansara. „Það vantar fleiri stráka í ballett en þeir þora ekki að taka af skarið vegna eilífrar pressu um að vera sterkir og karlmannlegir. Sjálfur sé ég mikið eftir því að hafa ekki byrjað í ballett fyrr. Ballett er langkarlmannlegasta íþrótt sem ég hef prófað og ég hef aldrei reynt neitt erfiðara en ballett sem er ákaflega agað og strangt listform, hörkupúl og hrikalega erfitt. Það kemst maður hins vegar ekki að raun um nema að prófa,“ segir Sverrir Gauti sem dró vin sinn, Mikael Bjarna Gunnarsson, með sér í ballettinn og sá varð jafn hugfanginn af dansinum og Sverrir Gauti. „Ballettinn hefur tvíeflt mig og hann gefur mér mikið í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég finn mikinn mun á mér; er í frábæru formi, hef meira þol, aukinn liðleika, styrk og vöðvamassa, en áður var helsta hreyfingin sem ég fékk að hlaupa á eftir strætó. Nú er ég farinn að borða meira og hollar og þykir vænna um líkama minn. Mér líður betur í skrokknum þegar ég vakna á morgnana og er farinn að meta tilveruna öðruvísi, njóta þess að slaka á og staldra við til að njóta.“ Sverrir Gauti segir gaman að upplifa viðbrögð fólks þegar það uppgötvar að hann æfir ballett. „Áður, þegar ég sagðist vilja verða leikari var viðkvæðið gjarnan: „Já, já, ungi maður, þú vilt verða leikari“, en í ballettinum lítur fólk meira upp til manns, það sér að maður tekur hlutina alvarlega og ég verð þess áskynja að það er mikil virðing borin fyrir ballett sem listformi sem og ballettdönsurum, enda útheimtir það mikið úthald, styrk og hæfileika að ná tökum á honum.“ Hræddir við að missa kúlið Þeir sem hafa aldrei dansað ballett og eru komnir á menntaskólaaldur fara á undirbúningsbraut áður en þeir hefja þriggja ára nám á framhaldsbraut. „Fyrsta árið fór ég á undirbúningsbraut og það gjörbreytti bæði líkama og sál. Ég, sem hafði alltaf stefnt að því að verða leikari, varð tvístígandi um hvort ég vildi verða leikari eða dansari í framtíðinni. Ég hef mikla ástríðu fyrir hvoru tveggja en reikna með að leiklistin verði ofan á þótt ég muni aldrei sleppa takinu af dansinum sem kom svo óvænt inn í líf mitt,“ segir Sverrir Gauti sem fann dansáhugann fyrst kvikna þegar hann fylgdi eftir danssporum í uppsetningum Sönglistar í Borgarleikhúsinu þar sem hann stundaði nám sem barn og unglingur. „Það er til nóg af strákum sem kunna að leika en það skortir mikið stráka sem geta bæði leikið og dansað. Því er styrkur fyrir leikara að geta dansað og strákar sem vilja fleiri tækifæri ættu hiklaust að prófa ballett,“ segir Sverrir Gauti sem fær oft boð um að dansa í verkum og fékk sitt fyrsta hlutverk eftir aðeins mánuð í námi við Klassíska listdansskólann. „Það er synd hvað strákar eru hræddir við almenningsálitið. Svo margir hafa dansinn í sér en þeir óttast að missa kúlið ef þeir tækju ákvörðun um að æfa ballett af kappi. Ég get staðfest að engum þætti minna til þeirra koma. Þvert á móti myndu þeir öðlast virðingu og aðdáun fyrir að taka skrefið og fara óhræddir sína eigin leið,“ segir Sverrir Gauti sem reynir reglulega að hafa áhrif á þrettán ára bróður sinn að prófa eins og einn balletttíma. „Ég múta honum með pitsu og bíóferð því ég vil alls ekki að hann upplifi það sama og ég, að sjá eftir því að hafa ekki byrjað fyrr. Drengurinn harðneitar og vill bara vera í karate til að verða sterkur og geta lamið mig, en hverju hafði ég að tapa, miðvikudaginn sem frændi minn Hólmgeir Gauti sagði mér að mæta? Nákvæmlega engu. Ég hafði allt að vinna en veit að þegar strákar þekkja ekki hlutina fara þeir ekki sjálfviljugir af stað heldur þurfa að hafa einhvern með sér eða vera ýtt út í það.“ Langar að dansa á táskóm Karlkyns ballettdansarar dansa ekki á táskóm eins og ballerínur. „En ég væri mjög svo til í að læra að dansa á táskóm til að verða enn betri ballettdansari og styrkja ristar mínar og fætur,“ segir Sverrir Gauti sem er hávaxinn; 194,5 sentimetrar á hæð. „Það er óvenju hátt fyrir ballettdansara en hvorki þykir gott að vera of lítill né of stór í ballett. Þannig er léttara fyrir vin minn að lyfta stelpunum því þær geta hoppað upp í hans hæð en ég þarf að lyfta þeim meira og hærra. Hávaxnir ballettdansarar hafa þó gert það gott um allan heim og það lítur hrikalega vel út á sviði að sjá pas de deux (tvídans) á milli hávaxins herra og ballerínu sem dansa með öllum líkamanum af krafti,“ segir Sverrir Gauti sem hefur smám saman losnað við feimnina eftir að dansa við fjölda ballerína í ballettskólanum. „Mér þykir skemmtilegt að vera innan um allar þessar frábæru stelpur en í fyrstu varð ég enn feimnari þegar ég þurfti að halda utan um mitti þeirra í pas de deux-tímum. Strákar þurfa nefnilega að halda afar fast um mitti stelpna til að þær haldi jafnvægi á táskóm og í fyrsta tímanum hvatti kennarinn mig til að halda fastar og fastar og ég varð dauðhræddur um að meiða þær. Tvídans kallar á mikið návígi og sennilega væri ég minna feiminn ef ég þekkti allar ballerínurnar til fullnustu en þetta er allt að koma og maður bara kýlir á það,“ segir Sverri Gauti brosmildur en stelpurnar þurfa að slást um strákana sem eru of fáir. „Auðvitað er ósanngjarnt hversu mikið við strákarnir fáum upp í hendurnar á meðan stelpurnar þurfa að vinna miklu harðar að öllu. Á milli nemenda ríkir vinátta, samkennd og skemmtileg stemning en stundum innbyrðis samkeppni þegar allir keppast um hrós frá kennaranum. Það er væntanlega eðlilegt því hver og einn vill uppskera sem mest og gefur því af sér eins og hann getur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Ballett Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira