Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Andri Eysteinsson skrifar 7. apríl 2019 10:42 Theresa May hefur verið í erfiðri stöðu megnið af embættistíð sinni. Getty/NurPhoto Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira