Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 19:15 Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Ekki hefur verið hægt að nota öll pláss á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut vegna undirmönnunar. Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemi deildarinnar. „Það eru helst hjartaskurðaðgerðir sem við höfum þurft að fresta. Á þessu ári höfum við þurft að fresta um helmingi aðgerða og um sjötíu prósent þeirra undanfarnar vikur,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans á Hringbraut. Slíkar frestanir reyni andlega og líkamlega á sjúklinginn. Þá skapar ástandið vanda á öðrum deildum spítalans þar sem veikasta fólkið þarf að bíða. Árni segir að ástandið hafi líka mikil áhrif á starfsfólkið. „Eins og ástandið er núna þá eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknarnir á deildinni undir miklu álagi og eru útsett fyrir kulnun í starfi. Við erum mikið að vinna aukalega og í miklu álagi,“ segir hann. Sjö af níu plássum eru í notkun á deildinni vegna manneklunnar. Árni segir að ef vel ætti að vera þyrfti hann fimm stöðugildi í viðbót en tólf ef fylla ætti öll pláss á deildinni. Mikilvægt sé að gera starf hjúkranarfræðinga eftirsóknaverðara eins og með hærri launum og styttri vinnutíma. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Ekki hefur verið hægt að nota öll pláss á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut vegna undirmönnunar. Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemi deildarinnar. „Það eru helst hjartaskurðaðgerðir sem við höfum þurft að fresta. Á þessu ári höfum við þurft að fresta um helmingi aðgerða og um sjötíu prósent þeirra undanfarnar vikur,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans á Hringbraut. Slíkar frestanir reyni andlega og líkamlega á sjúklinginn. Þá skapar ástandið vanda á öðrum deildum spítalans þar sem veikasta fólkið þarf að bíða. Árni segir að ástandið hafi líka mikil áhrif á starfsfólkið. „Eins og ástandið er núna þá eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknarnir á deildinni undir miklu álagi og eru útsett fyrir kulnun í starfi. Við erum mikið að vinna aukalega og í miklu álagi,“ segir hann. Sjö af níu plássum eru í notkun á deildinni vegna manneklunnar. Árni segir að ef vel ætti að vera þyrfti hann fimm stöðugildi í viðbót en tólf ef fylla ætti öll pláss á deildinni. Mikilvægt sé að gera starf hjúkranarfræðinga eftirsóknaverðara eins og með hærri launum og styttri vinnutíma.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira