Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 17:07 Leiðtogi stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu. Getty/ Altan Gocher Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“ Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. Þetta kemur upp eftir nýjustu útistöður vegna sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í Tyrklandi fyrir þremur vikum. Reuters greinir frá. Formaður Repúblikanaflokks Tyrklands (CHP), sem vann marga sigra í kosningunum sem fram fóru 31. mars s.l., var viðstaddur útför eins af fjórum tyrkneskra hermanna sem létust á föstudag í átökum sem kom til við kúrdíska verkamannaflokkinn (PKK). Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sem hefur ásamt flokki sínum AK flokknum ítrekað reynt að ógilda kosninganiðurstöður í Istanbúl, varaði ítrekað við því á meðan á kosningabaráttunni stóð að meðlimir PKK flokksins væru í framboði fyrir CHP. Átökin í suðausturhluta landsins ollu því að nokkur dagblöð sem styðja núverandi stjórn landsins hafa tengt dauða hermannanna við CHP flokkinn. „PKK burt“ var með þeirra slagorða sem kölluð voru að Kilicdaroglu við útförina á sunnudag, en það hefur komið fram á myndböndum sem sýna atburðinn. Þónokkrar sjónvarpsstöðvar í Tyrklandi hafa birt myndskeið þar sem hægt er að sjá hvernig Kilicdaroglu var sleginn tvisvar í höfuðið á meðan hópur öryggisvarða og lögreglumanna reyndu að halda tugum reiðra manna frá honum, en sumir þeirra heyrast kalla „skammastu þín“ og fleiri fúkyrði. Kilicdaroglu mjakaði sér í gegn um mannmergðina í átt að nærliggjandi húsi, en fyrir utan það var hópur fólks sem kallaði „PKK burt,“ en það hefur komið fram á fréttastofunni NTV. Rúmum klukkutíma síðar var honum ekið í burtu í brynvörðum lögreglubíl. „Þau vilja ekki að ég sé viðstaddur útför píslarvotta okkar,“ sagði Kilicdaroglu, en einnig var ráðist að honum í útför árið 2016. Hann kom fram fyrir utan höfuðstöðvar CHP og sagði við stuðningsfólk sitt „Þau halda að ég muni víkja ef þau ráðast á mig. Ég mun ekki gera það.“ Saksóknari í Ankara, Yuksel Kocaman, sagði að búið væri að bera kennsl á sex árásarmannanna og rannsóknarlögreglumenn væru að skoða hvort atvikið væri tengt hryðjuverkum. Þetta kom fram á ríkisrekna miðlinum Anadolu. Dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdulhamit Gul, sem einnig er í stjórnarflokknum AK sagði í dag „við munum ekki leyfa neinu ofbeldi að kasta skugga á lýðræðisleg stjórnmál.“
Tyrkland Tengdar fréttir Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07 Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Flokkur Erdogan missir völdin í höfuðborginni Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Tyrklandi í gær. 1. apríl 2019 09:07
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22