Friður og frelsi lundans í Akurey Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2019 07:00 Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Líf Magneudóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun