Hver á ákvörðunarréttinn? Lovísa Líf Jónsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þungunarrof Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun