Brúarskóli stækkaður? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. maí 2019 07:30 Á dagskrá borgarstjórnar í dag er tillaga Flokks fólksins þess efnis að byggt verði við Brúar skóla til þess að hann geti stækkað og tekið við fleiri nemendum. Staðsetning Brúarskóla í Vesturhlíð er afar hentug m.a. vegna þess að hún er ótengd íbúðarhverfi og verslunum. Mikil friðsæld er í hverfinu, gott næði til að vinna með börnin en samt stutt í allar áttir. Mikilvægt er að skólinn verði til framtíðar á þeim stað sem hann er. Í dag eru 24 börn í skólanum en lagt er til að skólinn verði stækkaður til að geta að minnsta kosti bætt við 6-8 nemendum. Núna eru 19 börn á biðlista. Brúarskóli er einn sinnar tegundar. Börn sem eiga við djúpstæðan hegðunarvanda að stríða sem rekja má til ólíkra orsaka og raskana stunda þar nám. Skólinn er tímabundið úrræði og er markmiðið að börnin fari aftur í heimaskólann. Meðallengd skólavistar er 15-18 mánuðir. Brúarskóli sinnir fleiri hlutverkum og eitt þeirra er ráðgjafarhlutverk við aðra skóla. Sérhæft ráðgjafarteymi fer á vettvang í skóla sé þess óskað. Í Brúarskóla eru 2 þátttökubekkir í tengslum við skólann, annar í Húsaskóla og hinn í Ingunnarskóla og eru samtals 10 börn í þessum bekkjum. Brúarskóli sinnir auk þess kennslu á Stuðlum og BUGL. Skólinn er rekinn af Reykjavíkurborg með stuðning úr Jöfnunarsjóði.Ráðþrota foreldrar Borgarfulltrúi Flokks fólksins þekkir til mála þar sem foreldrar og kennarar eru ráðþrota. Ýmislegt hefur kannski verið reynt til að barninu geti liðið vel í skólakerfinu sem er í mörgum tilfellum vanbúið til að mæta öllum þörfum barna. Enda þótt skólastefna Reykjavíkurborgar kallist „skóli án aðgreiningar“ vantar mikið af þeirri þjónustu í almenna skóla sem þarf til að sinna börnum með ákveðnar sérþarfir. Sum börn passa heldur ekki í þær sérdeildir sem reknar eru í skólunum. Sérskólar í Reykjavík hafa orðið út undan, eru jafnvel einhvers konar afgangsstærðir og hafa þar af leiðandi ekki fengið næga athygli borgaryfirvalda. Sérskóli eins og Klettaskóli er einnig yfirfullur. Lagt hefur verið til af Flokki fólksins að stækka úrræði eins og Klettaskóla en sú tillaga var felld. Í ljósi þeirrar staðreyndar að Brúarskóli annar ekki eftirspurn er orðið tímabært að stækka skólann til að hægt verði að fjölga börnum upp í alla vega 30 nemendur. Skóla- og frístundaráð er hvatt til að vinna þétt með starfsfólkinu hvað varðar framtíðarskipulag skólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á dagskrá borgarstjórnar í dag er tillaga Flokks fólksins þess efnis að byggt verði við Brúar skóla til þess að hann geti stækkað og tekið við fleiri nemendum. Staðsetning Brúarskóla í Vesturhlíð er afar hentug m.a. vegna þess að hún er ótengd íbúðarhverfi og verslunum. Mikil friðsæld er í hverfinu, gott næði til að vinna með börnin en samt stutt í allar áttir. Mikilvægt er að skólinn verði til framtíðar á þeim stað sem hann er. Í dag eru 24 börn í skólanum en lagt er til að skólinn verði stækkaður til að geta að minnsta kosti bætt við 6-8 nemendum. Núna eru 19 börn á biðlista. Brúarskóli er einn sinnar tegundar. Börn sem eiga við djúpstæðan hegðunarvanda að stríða sem rekja má til ólíkra orsaka og raskana stunda þar nám. Skólinn er tímabundið úrræði og er markmiðið að börnin fari aftur í heimaskólann. Meðallengd skólavistar er 15-18 mánuðir. Brúarskóli sinnir fleiri hlutverkum og eitt þeirra er ráðgjafarhlutverk við aðra skóla. Sérhæft ráðgjafarteymi fer á vettvang í skóla sé þess óskað. Í Brúarskóla eru 2 þátttökubekkir í tengslum við skólann, annar í Húsaskóla og hinn í Ingunnarskóla og eru samtals 10 börn í þessum bekkjum. Brúarskóli sinnir auk þess kennslu á Stuðlum og BUGL. Skólinn er rekinn af Reykjavíkurborg með stuðning úr Jöfnunarsjóði.Ráðþrota foreldrar Borgarfulltrúi Flokks fólksins þekkir til mála þar sem foreldrar og kennarar eru ráðþrota. Ýmislegt hefur kannski verið reynt til að barninu geti liðið vel í skólakerfinu sem er í mörgum tilfellum vanbúið til að mæta öllum þörfum barna. Enda þótt skólastefna Reykjavíkurborgar kallist „skóli án aðgreiningar“ vantar mikið af þeirri þjónustu í almenna skóla sem þarf til að sinna börnum með ákveðnar sérþarfir. Sum börn passa heldur ekki í þær sérdeildir sem reknar eru í skólunum. Sérskólar í Reykjavík hafa orðið út undan, eru jafnvel einhvers konar afgangsstærðir og hafa þar af leiðandi ekki fengið næga athygli borgaryfirvalda. Sérskóli eins og Klettaskóli er einnig yfirfullur. Lagt hefur verið til af Flokki fólksins að stækka úrræði eins og Klettaskóla en sú tillaga var felld. Í ljósi þeirrar staðreyndar að Brúarskóli annar ekki eftirspurn er orðið tímabært að stækka skólann til að hægt verði að fjölga börnum upp í alla vega 30 nemendur. Skóla- og frístundaráð er hvatt til að vinna þétt með starfsfólkinu hvað varðar framtíðarskipulag skólans.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun