Einn látinn og tugir særðir eftir átök í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:59 Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. AP/Rodrigo Abd Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37
Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41