Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2019 20:27 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira