Þórður með gull á Gautaborg Open Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2019 13:00 Íslenski hópurinn. mynd/karate samband Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður. Íþróttir Karate Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður.
Íþróttir Karate Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira