Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 14:36 Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði. vísir/vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Jón Trausti fór fram á 10,5 milljónir króna í skaðabætur en hann var um tíma grunaður um aðild að málinu. Svo fór að Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hafnaði upphaflega bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. Þessu hafnaði lögmaður Jóns Trausta, Sveinn Andri Sveinsson.Í dómi Hérðasdóms Reykjavíkur er minnt á að gæsluvarðhald sé mikið inngrip í persónufrelsi manns. Gæsluvarðhald Jóns Trausta hafi þó verið án takmarkana, þ.e. hann hafi ekki verið í einangrun sem sé vægara inngrip. Þá er horft til afstöðu Jóns Trausta sem heimilaði ekki lögreglu skoðun á snjallsíma hans svo að leita þurfti til dómstóla eftir slíkri heimild. Var það ætlað til þess að draga upp þá mynd af ætlaðri sök Jóns Trausta að hans þáttur væri meiri en reyndist. Ekki síður þegar í ljós kom myndbandsupptaka frá vettvangi á símanum. Sömuleiðis að hann skyldi ekki við upphaf rannsóknar greina skilmerkilega frá tilvist upptökunnar og gefa á henni skýringar fyrr en eftir að lagt var hald á upptökuna. Að þessu virtu var lagt til grundvallar að Jón Trausti hefði sjálfur að hluta stuðlað að gæsluvarðhaldinu og það virt til lækkunar á fjárhæð skaðabótanna.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira