Bjartmar með þjóðhátíðarlagið í ár Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. maí 2019 11:30 Bjartmar samdi lagið Eyjarós, sem er þjóðhátíðarlagið í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON Hinn ástsæli tónlistarmaður Bjartmar Guðlaugsson semur og syngur þjóðhátíðarlagið í ár. „Ég var valinn í þetta hlutverk og ég er alveg ofsalega ánægður með það. Þannig að ég bara settist niður og fór að semja. Ég er alveg ótrúlega þakklátur og hamingjusamur með að hafa verið valinn í þetta,“ segir Bjartmar. Bjartmar segir að það verði lítið um rapp í laginu. „Mér finnst rappið æðislegt þegar það kemur að ljóðaforminu, en nei, ég læt mér bara nægja að hlusta og horfa á aðra þegar kemur að því,“ svarar Bjartmar hlæjandi. Bjartmar segist hafa gaman af því að unga kynslóðin sé að sýna tónlist hans meiri og meiri áhuga, „Mér finnst það skemmtilegt og alveg ótrúlega gaman að upplifa hvernig unga fólkið er meira að hlusta á lögin mín. Ég er búinn að vera að spila stanslaust síðan 2010. Ég tók mér þar áður nokkurra ára hlé þar sem ég var mest að sinna myndlistinni.“ Árið 2010 gaf Bjartmar plötu ásamt hljómsveitinni Bergrisunum. „Ég er búinn að vera að síðan og ekkert að pæla í því að hætta. Svo er ég alltaf að sinna myndlistinni, ég mála daglega og reyni að halda sýningar reglulega. Ég reyni bara að sinna þessu öllu jafnt og þétt, mála myndir og semja ljóð. Þetta hangir allt saman.“ Bjartmar segir lagið vera rómantískan söng. „Þetta lag mun alveg sérstaklega höfða til þeirra sem hafa orðið ástfangnir á Þjóðhátíð. En svo er þetta líka mjög gott rasskinna eróbikk. Það munu allir raula með,“ segir Bjartmar hlæjandi. „Ég er alveg einstaklega ánægður með þetta lag og þá sem unnu þetta með mér. Svo er það líka í smá reggístíl. Ég elska reggí. Enda fór ég á sínum tíma til Jamaíku með Rúnari Júlíussyni félaga mínum. „Bjartmar og Rúnar fóru til Negril á Jamaíka „Við Rúnar fórum 2008 minnir mig. Við fórum og skoðuðum allt. Skoðuðum meðal annars fæðingarstað Bob Marley og svo í stúdíó í Kingston. Í Negril sátum við á ströndinni og horfðum á sólina súnka í hafið“, segir Bjartmar glettinn. Rúnar sagði Bjartmari að eitt fegursta sólarlagið væri í Negril. „Nema svo bætti hann auðvitað við að Garðskaginn væri þar undanskilinn. Þar væri allra fegursta sólarlagið.“ Bjartmar er uppalinn Austfirðingur og bjó fyrstu árin á Fáskrúðsfirði. Þegar hann var sjö ára gamall flutti fjölskyldan til Eyja. „Þannig að ég hef sterka tengingu við Eyjar. Ég flutti þaðan tvítugur en hef alltaf komið reglulega og litið á mig að hluta til á mig sem Vestmanneying.“ Bjartmar gerði þjóðhátíðarlagið 1989 ásamt Jóni Ólafssyni, Bjartmar textann og Jón lagið. Bjartmar tók einnig þátt í því að semja goslokalagið árið 2013. „Lagið í ár heitir Eyjarós. Þetta er svoleiðis bullandi rómantík.“ Talið berst að einu þekktasta lagið Bjartmars, Týndu kynslóðinni. En af hverju beyglaði mamma alltaf munninn? „Ég tók bara eftir þessu á sínum tíma. Allar konur sem ég þekkti beygluðu munninn um leið og þær settu á sig maskara. Þær gera þetta enn þann dag í dag allar ungur stúlkurnar, nema núna setja þær frekar stút á munninn og taka selfie.“ segir Bjartmar hlæjandi að lokum. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður haldin dagana 1.-3. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Hinn ástsæli tónlistarmaður Bjartmar Guðlaugsson semur og syngur þjóðhátíðarlagið í ár. „Ég var valinn í þetta hlutverk og ég er alveg ofsalega ánægður með það. Þannig að ég bara settist niður og fór að semja. Ég er alveg ótrúlega þakklátur og hamingjusamur með að hafa verið valinn í þetta,“ segir Bjartmar. Bjartmar segir að það verði lítið um rapp í laginu. „Mér finnst rappið æðislegt þegar það kemur að ljóðaforminu, en nei, ég læt mér bara nægja að hlusta og horfa á aðra þegar kemur að því,“ svarar Bjartmar hlæjandi. Bjartmar segist hafa gaman af því að unga kynslóðin sé að sýna tónlist hans meiri og meiri áhuga, „Mér finnst það skemmtilegt og alveg ótrúlega gaman að upplifa hvernig unga fólkið er meira að hlusta á lögin mín. Ég er búinn að vera að spila stanslaust síðan 2010. Ég tók mér þar áður nokkurra ára hlé þar sem ég var mest að sinna myndlistinni.“ Árið 2010 gaf Bjartmar plötu ásamt hljómsveitinni Bergrisunum. „Ég er búinn að vera að síðan og ekkert að pæla í því að hætta. Svo er ég alltaf að sinna myndlistinni, ég mála daglega og reyni að halda sýningar reglulega. Ég reyni bara að sinna þessu öllu jafnt og þétt, mála myndir og semja ljóð. Þetta hangir allt saman.“ Bjartmar segir lagið vera rómantískan söng. „Þetta lag mun alveg sérstaklega höfða til þeirra sem hafa orðið ástfangnir á Þjóðhátíð. En svo er þetta líka mjög gott rasskinna eróbikk. Það munu allir raula með,“ segir Bjartmar hlæjandi. „Ég er alveg einstaklega ánægður með þetta lag og þá sem unnu þetta með mér. Svo er það líka í smá reggístíl. Ég elska reggí. Enda fór ég á sínum tíma til Jamaíku með Rúnari Júlíussyni félaga mínum. „Bjartmar og Rúnar fóru til Negril á Jamaíka „Við Rúnar fórum 2008 minnir mig. Við fórum og skoðuðum allt. Skoðuðum meðal annars fæðingarstað Bob Marley og svo í stúdíó í Kingston. Í Negril sátum við á ströndinni og horfðum á sólina súnka í hafið“, segir Bjartmar glettinn. Rúnar sagði Bjartmari að eitt fegursta sólarlagið væri í Negril. „Nema svo bætti hann auðvitað við að Garðskaginn væri þar undanskilinn. Þar væri allra fegursta sólarlagið.“ Bjartmar er uppalinn Austfirðingur og bjó fyrstu árin á Fáskrúðsfirði. Þegar hann var sjö ára gamall flutti fjölskyldan til Eyja. „Þannig að ég hef sterka tengingu við Eyjar. Ég flutti þaðan tvítugur en hef alltaf komið reglulega og litið á mig að hluta til á mig sem Vestmanneying.“ Bjartmar gerði þjóðhátíðarlagið 1989 ásamt Jóni Ólafssyni, Bjartmar textann og Jón lagið. Bjartmar tók einnig þátt í því að semja goslokalagið árið 2013. „Lagið í ár heitir Eyjarós. Þetta er svoleiðis bullandi rómantík.“ Talið berst að einu þekktasta lagið Bjartmars, Týndu kynslóðinni. En af hverju beyglaði mamma alltaf munninn? „Ég tók bara eftir þessu á sínum tíma. Allar konur sem ég þekkti beygluðu munninn um leið og þær settu á sig maskara. Þær gera þetta enn þann dag í dag allar ungur stúlkurnar, nema núna setja þær frekar stút á munninn og taka selfie.“ segir Bjartmar hlæjandi að lokum. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður haldin dagana 1.-3. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira