Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 10:17 Sigurreifur mótmælandi nærri höfuðstöðvum hersins í Khartoum. Vísir/AP Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara. Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að sextíu manns hafi nú látið lífið í aðgerðum hersins gegn mótmælendum í höfuðborginni Khartoum. Félagar í alræmdri vopnaðri sveit sem styður herinn eru sagðir ráðast á óbreytta borgara á götum borgarinnar. Ofbeldisverk hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur. Erlend ríki hafa fordæmt aðfarir hersins en Kínverjar og Rússar komu í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um það í gær. Mótmælendurnir tóku yfir torgið 6. apríl, nokkrum dögum áður en Omar al-Bashir forseti hrökklaðist frá völdum. Herinn tók þá við stjórn landsins. Viðræður höfðu staðið yfir á milli fulltrúa hersins og mótmælenda og höfðu þeir sammælst um þriggja ára aðlögunartímabil sem myndi enda með kosningum. Herinn sleit viðræðunum í gær og tilkynnti að boðað yrði til kosninga innan níu mánaða. Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að lengri tíma þurfi til að tryggja að kosningar verði frjálsar og uppræta valdakerfi Bashir. Herferð hersins gegn mótmælendum hefur síðan haldið áfram. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann sé studdur félögum úr vopnaðri sveit sem varð þekkt af endemum í átökunum í Darfúr í vesturhluta landsins árið 2003. Þá var sveitin þekkt sem Janjaweed-varaherinn. AP-fréttastofan segir að herforingjarnir séu tilbúnir til að ræða aftur við stjórnarandstöðuna. Þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu gegn mótmælendunum yrðu látnir axla ábyrgð. Bresk og þýsk stjórnvöld lögðu fram drög að ályktun fyrir öryggisráðið þar sem dráp á óbreyttum borgurum í Súdan voru fordæmd og herinn og mótmælendur hvattir til að vinna saman að lausn. Kínverjar höfnuðu texta ályktunarinnar og Rússa töldu að bíða ætti viðbragða Afríkubandalagsins. Átta Evrópuþjóðir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þær fordæmdu árásir hersins á óbreytta borgara.
Sameinuðu þjóðirnar Súdan Tengdar fréttir Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00 Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50 Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins. 3. júní 2019 08:00
Súdanski herinn boðar til skyndikosninga Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða. 4. júní 2019 10:50
Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag. 4. júní 2019 21:26