Vantrú fagnar sigri en bingóið er komið til að vera Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 12:00 Vantrú hefur haldið Bingó við Austurvöll frá árinu 2007. Nú hefur lögunum verið breytt en bingóið er komið til að vera. Vísir/Sigurjón Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Alþingi Trúmál Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar.
Alþingi Trúmál Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira