Laxeldi í Ísafjarðardjúpi er skurðpunktur átakanna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. júní 2019 10:28 Atvinnuveganefnd Alþingis er að fara höndum um frumvarp Sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Frumvarpið er ekkert sérstakt fagnaðaefni. Opinberum stofnunum er í of miklum mæli falið að marka pólitíska stefnu um atvinnuuppbygging og verðmætasköpun í þjóðfélaginu og það sem enn verra er þessum stofnunum er veitt rúmt svigrúm til ákvörðunar. Það á að vera enn í fersku minni þau afdrífaríku afglöp í lagasetningu að veita Skipulagsstofnun vald til þess að leyfa og banna framkvæmdir sem eru háðar umhverfismati. Þarna var verið að innleiða Evróputilskipun í umhverfismálum en Alþingi áttaði sig ekki á því að í meðförum ráðuneytisins komust harsvíruðustu umhverfissinnarnir með puttana í samningu frumvarpsins og fengu því ráðið að víkja frá Evrópureglnunum og setja séríslensk ákvæði varðandi vald Skipulagsstofnunar. Í Evrópulöndunum fór samsvarandi stofnun með álitsgerð um framkvæmdir, en hér á landi fékk Skipulagsstofnun leyfisvald gagnvart framkvæmdum. Eins og vænta mátti ákváðu æðstu stjórnendur Skipulagsstofnunar að haga sér eins og ríki í ríkinu og framfylgja eigin öfgakennri stefnu og máttu Vestfirðingar til dæmis súpa seyðið af því varðandi vegagerð um Gufudalssveit. Þessi staða var algerlega óþolandi. Þessu lauk með því að Alþingi hafði sig upp í að breyta lögunum og taka valdið af Skipulagsstofnun og nú veitir stofnunin aðeins álit, rétt eins og alltaf var gert ráð fyrir í Evróputilskipuninni, en pólitísk kjörnir aðilar annast ákvörðunartökuna, svo sem sveitarstjórnir og ráðherra.Pólitískt embættismannavald Illu heilli var undir forystu Viðreisnar vaðið í sama fenið þegar Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun voru sameinaðar. Settir voru yfir hina nýju stofnun svarnir andstæðingar laxeldis sem hafa auðvitað notað stofnunina og það vald sem lög veita þeim til þess að leggja hvern stein í götu uppbyggingar laxeldis á fætur öðrum. Í þessu ólánsfrumvarpi er ætlunin að veita Hafrannsóknarstofnun nánast sams konar vald gagnavart fiskeldi og Skipulagsstofnun hafði áður gagnvart umhverfismatsskyldum framkvæmdum. Að lögfesta áhættumat vegna erfðaáhættu og fela „vísindamönnunum“ vald til þess að velja sér ráðandi forsendur er hinn fullkomna afneitun á ömurlegri reynslu af Skipulagsstofnunarævintýrinu. Vísindamenn eru ekki utan við þjóðfélagið og þeir hafa sínar skoðanir og átrúnað burt séð frá sínu sérsviði. Með öðrum orðum, þeir geta stjórnast í mati á málum af viðhorfum sem eru ekki endilega byggðar á sérþekkingu þeirra. Ákvarðanir á borð við uppbyggingu fiskeldis sem atvinnugreinar eru pólitísk viðfangsefni, sem þeir eiga að véla um, sem sækja umboð sitt til kjósenda. Það er hrein vitleysa að ætla embættismönnum að marka pólitíska stefnu. Meirihluti atvinnuveganefndar hefur gengið svo frá málinu að fáeinum embættismönnum , sem einkum eru svarnir andstæðingar laxeldis eiga að ráða því hver afdrif umsókna um laxeldi í Ísafjarðardjúpi verða og fá rúmar heimildir til þess að túlka lögin að eigin fordómum. Óttast er að umsóknirnar, sem þegar hafa verið að velkjast árum saman í stofnankerfinu, muni falla niður og að fyrirtækin sem að umsóknunum standa muni þurfa að byrja ferlið frá grunni. Það mun þýða margar ára töf ef ekki stöðvun um langan tíma. því miður er engin bót í minnihluta nefndarinnar, hann hefur tekið sé þá stöðu að stöðva uppbyggingu fiskeldisins enn frekar.Átökin um Djúpið Kjarninn í átökunum um uppbyggingu fiskeldisins snúist einmitt um Ísafjarðardjúp. Komist laxeldið þar af stað verður atvinnugreinin orðið það umsvifamikil á landsvísu og með það mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið að ekki verði aftur snúið. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs eru útflutningsverðmæti eldisafurða orðnar nærri 9 milljarðar króna og meiri en allt árið 2018. Andstæðingar fiskeldisins innan sem utan stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir því og leggja því allt kapp á að stöðva öll áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Átökin um fiskeldið eru í raun hörðustu átökin sem fram fara á löggjafarþinginu þessa dagana. Uppbygging fiskeldisins er eitt stærsta lífkjaramál þjóðarinnar á mæstu áratugum. Í Krossgötum, riti Vestfjarðastofu er dregið fram að að 70 þús. tonna fiskeldi á Vestfjörðum gæti skilað 65 milljarða heildarverðmæti, eða um 730 beinum störfum og um 420 afleiddum störfum, eða samtals um 1.150 störfum.Tvö hundruð milljarðar króna Á landsvísu eru öll merki um að hægt verði á fáum árum að auka laxeldið upp í 200 þúsund tonna ársframleiðslu. Slík framleiðsla myndi skila fáheyrðum tekjum í þjóðarbúið sem kæmu sér vel á næstu árum , tímabili afturkipps í efnahagslífinu, með tilheyrandi lífkjarabata fyrir allan almenning, að ekki sé talað um uppsveifluna fyrir Vestfirði. Það er mikið í húfi að vel takist til nú í lagasetningunni og að Alþingi beri gæfu til þess að horfa til almannaheilla og framtíðar og hafni fordómum, fortíðarkreddum og fátæktarstefnu.Fimm milljarðar króna Stangveiðihagsmunirnir eru upp á 5 milljarða króna árlega, í besta falli, en laxeldisframleiðslan getur hæglega orðið 200 milljarðar króna á ári. Almannahagsmunirnir standa með aukinni verðmætasköpun sem munu bæta lífskjörin á Íslandi á næstu árum. Sú framleiðsla er auk þess umhverfisvæn í meira lagi og kolefnisspor hennar er aðeins 1/9 af kolefnisspori kjötframleiðslunnar. Hverfandi líkur standa til þess að laxeldi hafi erfðafræðilega neikvæð áhrif á villta laxastofna. Einhverra hluta vegna er stjórnmálastéttin er enn í einhverjum aflokuðum bergmálshelli Óttars Yngvarssonar og enska auðkýfingsins Ratcliffe sem er að kaupa upp helstu laxveiðiár landsins og lætur eins og það sé stórfelld vá fyrir dyrum að framleiða heilbrigðan og hollan mat sem selst á góðu verði. Ísafjarðadjúpið á eftir að verða sem aldrei fyrr uppspretta verðmæta sem bæta lífskjör ekki bara á Vestfjörðum heldur á landinu öllu. Það mun renna upp fyrir Alþingi þegar farið verður að glíma við samdrátt og versnandi lífskjör á næstunni að sóknarfærið liggur í auðlindum hafsins og frekari nýtingu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd Alþingis er að fara höndum um frumvarp Sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Frumvarpið er ekkert sérstakt fagnaðaefni. Opinberum stofnunum er í of miklum mæli falið að marka pólitíska stefnu um atvinnuuppbygging og verðmætasköpun í þjóðfélaginu og það sem enn verra er þessum stofnunum er veitt rúmt svigrúm til ákvörðunar. Það á að vera enn í fersku minni þau afdrífaríku afglöp í lagasetningu að veita Skipulagsstofnun vald til þess að leyfa og banna framkvæmdir sem eru háðar umhverfismati. Þarna var verið að innleiða Evróputilskipun í umhverfismálum en Alþingi áttaði sig ekki á því að í meðförum ráðuneytisins komust harsvíruðustu umhverfissinnarnir með puttana í samningu frumvarpsins og fengu því ráðið að víkja frá Evrópureglnunum og setja séríslensk ákvæði varðandi vald Skipulagsstofnunar. Í Evrópulöndunum fór samsvarandi stofnun með álitsgerð um framkvæmdir, en hér á landi fékk Skipulagsstofnun leyfisvald gagnvart framkvæmdum. Eins og vænta mátti ákváðu æðstu stjórnendur Skipulagsstofnunar að haga sér eins og ríki í ríkinu og framfylgja eigin öfgakennri stefnu og máttu Vestfirðingar til dæmis súpa seyðið af því varðandi vegagerð um Gufudalssveit. Þessi staða var algerlega óþolandi. Þessu lauk með því að Alþingi hafði sig upp í að breyta lögunum og taka valdið af Skipulagsstofnun og nú veitir stofnunin aðeins álit, rétt eins og alltaf var gert ráð fyrir í Evróputilskipuninni, en pólitísk kjörnir aðilar annast ákvörðunartökuna, svo sem sveitarstjórnir og ráðherra.Pólitískt embættismannavald Illu heilli var undir forystu Viðreisnar vaðið í sama fenið þegar Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun voru sameinaðar. Settir voru yfir hina nýju stofnun svarnir andstæðingar laxeldis sem hafa auðvitað notað stofnunina og það vald sem lög veita þeim til þess að leggja hvern stein í götu uppbyggingar laxeldis á fætur öðrum. Í þessu ólánsfrumvarpi er ætlunin að veita Hafrannsóknarstofnun nánast sams konar vald gagnavart fiskeldi og Skipulagsstofnun hafði áður gagnvart umhverfismatsskyldum framkvæmdum. Að lögfesta áhættumat vegna erfðaáhættu og fela „vísindamönnunum“ vald til þess að velja sér ráðandi forsendur er hinn fullkomna afneitun á ömurlegri reynslu af Skipulagsstofnunarævintýrinu. Vísindamenn eru ekki utan við þjóðfélagið og þeir hafa sínar skoðanir og átrúnað burt séð frá sínu sérsviði. Með öðrum orðum, þeir geta stjórnast í mati á málum af viðhorfum sem eru ekki endilega byggðar á sérþekkingu þeirra. Ákvarðanir á borð við uppbyggingu fiskeldis sem atvinnugreinar eru pólitísk viðfangsefni, sem þeir eiga að véla um, sem sækja umboð sitt til kjósenda. Það er hrein vitleysa að ætla embættismönnum að marka pólitíska stefnu. Meirihluti atvinnuveganefndar hefur gengið svo frá málinu að fáeinum embættismönnum , sem einkum eru svarnir andstæðingar laxeldis eiga að ráða því hver afdrif umsókna um laxeldi í Ísafjarðardjúpi verða og fá rúmar heimildir til þess að túlka lögin að eigin fordómum. Óttast er að umsóknirnar, sem þegar hafa verið að velkjast árum saman í stofnankerfinu, muni falla niður og að fyrirtækin sem að umsóknunum standa muni þurfa að byrja ferlið frá grunni. Það mun þýða margar ára töf ef ekki stöðvun um langan tíma. því miður er engin bót í minnihluta nefndarinnar, hann hefur tekið sé þá stöðu að stöðva uppbyggingu fiskeldisins enn frekar.Átökin um Djúpið Kjarninn í átökunum um uppbyggingu fiskeldisins snúist einmitt um Ísafjarðardjúp. Komist laxeldið þar af stað verður atvinnugreinin orðið það umsvifamikil á landsvísu og með það mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið að ekki verði aftur snúið. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs eru útflutningsverðmæti eldisafurða orðnar nærri 9 milljarðar króna og meiri en allt árið 2018. Andstæðingar fiskeldisins innan sem utan stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir því og leggja því allt kapp á að stöðva öll áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Átökin um fiskeldið eru í raun hörðustu átökin sem fram fara á löggjafarþinginu þessa dagana. Uppbygging fiskeldisins er eitt stærsta lífkjaramál þjóðarinnar á mæstu áratugum. Í Krossgötum, riti Vestfjarðastofu er dregið fram að að 70 þús. tonna fiskeldi á Vestfjörðum gæti skilað 65 milljarða heildarverðmæti, eða um 730 beinum störfum og um 420 afleiddum störfum, eða samtals um 1.150 störfum.Tvö hundruð milljarðar króna Á landsvísu eru öll merki um að hægt verði á fáum árum að auka laxeldið upp í 200 þúsund tonna ársframleiðslu. Slík framleiðsla myndi skila fáheyrðum tekjum í þjóðarbúið sem kæmu sér vel á næstu árum , tímabili afturkipps í efnahagslífinu, með tilheyrandi lífkjarabata fyrir allan almenning, að ekki sé talað um uppsveifluna fyrir Vestfirði. Það er mikið í húfi að vel takist til nú í lagasetningunni og að Alþingi beri gæfu til þess að horfa til almannaheilla og framtíðar og hafni fordómum, fortíðarkreddum og fátæktarstefnu.Fimm milljarðar króna Stangveiðihagsmunirnir eru upp á 5 milljarða króna árlega, í besta falli, en laxeldisframleiðslan getur hæglega orðið 200 milljarðar króna á ári. Almannahagsmunirnir standa með aukinni verðmætasköpun sem munu bæta lífskjörin á Íslandi á næstu árum. Sú framleiðsla er auk þess umhverfisvæn í meira lagi og kolefnisspor hennar er aðeins 1/9 af kolefnisspori kjötframleiðslunnar. Hverfandi líkur standa til þess að laxeldi hafi erfðafræðilega neikvæð áhrif á villta laxastofna. Einhverra hluta vegna er stjórnmálastéttin er enn í einhverjum aflokuðum bergmálshelli Óttars Yngvarssonar og enska auðkýfingsins Ratcliffe sem er að kaupa upp helstu laxveiðiár landsins og lætur eins og það sé stórfelld vá fyrir dyrum að framleiða heilbrigðan og hollan mat sem selst á góðu verði. Ísafjarðadjúpið á eftir að verða sem aldrei fyrr uppspretta verðmæta sem bæta lífskjör ekki bara á Vestfjörðum heldur á landinu öllu. Það mun renna upp fyrir Alþingi þegar farið verður að glíma við samdrátt og versnandi lífskjör á næstunni að sóknarfærið liggur í auðlindum hafsins og frekari nýtingu þeirra.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun