Jólaboðið 1977 Davíð Stefánsson skrifar 13. júní 2019 07:00 Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun