Birtir til Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar 11. júní 2019 07:00 Brátt verða fjögur ár liðin frá því að stjórnvöld í Rússlandi settu innflutningsbann á íslenska matvöru út af þátttöku í afmörkuðum þvingunaraðgerðum vegna Úkraínudeilunnar og brota á alþjóðalögum sem skipta okkur miklu. Bannið hafði í för með sér mikinn samdrátt á útflutningi til Rússlands enda mun umfangsmeira en aðgerðirnar sem Ísland tekur þátt í. Stundum er sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar. Þannig hafa ný markaðstækifæri opnast í Rússlandi, ekki síst vegna sívaxandi fjárfestinga Rússa í landbúnaði og sjávarútvegi – meðal annars vegna þess að lokað var fyrir innflutning á vestrænum matvælum! Það er ánægjulegt að tækifærin eru á sviði nýsköpunar og hátækni, atvinnuvega sem íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að byggja upp til framtíðar. Íslensk þekkingarfyrirtæki sem framleiða búnað fyrir matvælavinnslu og fiskveiðar hasla sér nú völl í Rússlandi. Nú þegar hafa nokkur gert eða eru við það að ganga frá milljarðasamningum um sölu á tækni og búnaði til nýrra skipa eða vinnslu í landi. Tækifæri eru líka á sviði landbúnaðar. Þótt íslensk mjólk komi reyndar hvergi nærri hófu íslenskir aðilar nýverið í gegnum samstarfssamning við rússnesk mjólkurbú skyrframleiðslu eftir íslenskri uppskrift. Til marks um gagnkvæman áhuga á viðskiptum þjóðanna má svo nefna að nýverið fóru annars vegar fram stofnfundur Rússnesks-íslensks viðskiptaráðs og hins vegar fundur Íslandsstofu með rússneskum og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Rússneskt flugfélag býður nú upp á beint flug á milli landanna yfir sumarmánuðina. Síðast en ekki síst skiptir miklu að þótt íslensk og rússnesk stjórnvöld greini á um ýmislegt fara samskiptin batnandi. Forsetar landanna hittust fyrr á árinu og í maí, þegar Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu, átti ég fund með utanríkisráðherra Rússlands, þar sem gott samstarf á vettvangi norðurslóða var undirstrikað. Í dag – á þjóðhátíðardegi Rússlands – er því gott að muna að þrátt fyrir allt eiga Rússland og Ísland langa sögu góðra samskipta á mörgum sviðum, ekki síst milliríkjaviðskipta. Að þessu sambandi vil ég áfram hlúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Brátt verða fjögur ár liðin frá því að stjórnvöld í Rússlandi settu innflutningsbann á íslenska matvöru út af þátttöku í afmörkuðum þvingunaraðgerðum vegna Úkraínudeilunnar og brota á alþjóðalögum sem skipta okkur miklu. Bannið hafði í för með sér mikinn samdrátt á útflutningi til Rússlands enda mun umfangsmeira en aðgerðirnar sem Ísland tekur þátt í. Stundum er sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar. Þannig hafa ný markaðstækifæri opnast í Rússlandi, ekki síst vegna sívaxandi fjárfestinga Rússa í landbúnaði og sjávarútvegi – meðal annars vegna þess að lokað var fyrir innflutning á vestrænum matvælum! Það er ánægjulegt að tækifærin eru á sviði nýsköpunar og hátækni, atvinnuvega sem íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að byggja upp til framtíðar. Íslensk þekkingarfyrirtæki sem framleiða búnað fyrir matvælavinnslu og fiskveiðar hasla sér nú völl í Rússlandi. Nú þegar hafa nokkur gert eða eru við það að ganga frá milljarðasamningum um sölu á tækni og búnaði til nýrra skipa eða vinnslu í landi. Tækifæri eru líka á sviði landbúnaðar. Þótt íslensk mjólk komi reyndar hvergi nærri hófu íslenskir aðilar nýverið í gegnum samstarfssamning við rússnesk mjólkurbú skyrframleiðslu eftir íslenskri uppskrift. Til marks um gagnkvæman áhuga á viðskiptum þjóðanna má svo nefna að nýverið fóru annars vegar fram stofnfundur Rússnesks-íslensks viðskiptaráðs og hins vegar fundur Íslandsstofu með rússneskum og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Rússneskt flugfélag býður nú upp á beint flug á milli landanna yfir sumarmánuðina. Síðast en ekki síst skiptir miklu að þótt íslensk og rússnesk stjórnvöld greini á um ýmislegt fara samskiptin batnandi. Forsetar landanna hittust fyrr á árinu og í maí, þegar Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu, átti ég fund með utanríkisráðherra Rússlands, þar sem gott samstarf á vettvangi norðurslóða var undirstrikað. Í dag – á þjóðhátíðardegi Rússlands – er því gott að muna að þrátt fyrir allt eiga Rússland og Ísland langa sögu góðra samskipta á mörgum sviðum, ekki síst milliríkjaviðskipta. Að þessu sambandi vil ég áfram hlúa.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar