Segir sveitarfélög þurfa að taka skýrt frumkvæði í þjónustu við fatlað fólk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:56 Ásmundur Einar segir sveitarfölug þurfi nýja hugsun og breytt vinnulag í málefnum fatlaðs fólks Fréttablaðið/Eyþór Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45
Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30