Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 14:02 Gæsla á Secret Solstice í fyrra. Fréttablaðið/Þórsteinn Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07