Helga aðeins 15 mínútur að landa fyrsta laxinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2019 07:34 Helga Steffensen var ekki lengi að landa fyrsta laxi ársins úr Elliðaánum. Vísir/BEB Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins 2019. Venju samkvæmt renndi Helga fyrir lax í Elliðaánum í morgun, fyrst manna þetta veiðisumarið. Með henni í för voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Það tók Helgu ekki nema 15 mínútur að setja í fyrsta laxinn, sem hún stillti sér upp með fyrir fjölda ljósmyndara sem saman var kominn við Elliðaárnar í morgun. Helga stofnaði barnaleikhópinn Brúðubílinn árið 1980, en þar áður stýrði hún brúðuleikhúsinu Leikbrúðulandi. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Á árunum 1987 – 1994 var Helga umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Helga skrifaði bókina „Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri. Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.Helga ásamt þeim Degi og Þórdísi Lóu.Vísir/BEBBorgarstjóri renndi sjálfur fyrir lax. Það tók hann um fimm mínútur að krækja í einn.Vísir/BEB Börn og uppeldi Leikhús Reykjavík Stangveiði Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins 2019. Venju samkvæmt renndi Helga fyrir lax í Elliðaánum í morgun, fyrst manna þetta veiðisumarið. Með henni í för voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Það tók Helgu ekki nema 15 mínútur að setja í fyrsta laxinn, sem hún stillti sér upp með fyrir fjölda ljósmyndara sem saman var kominn við Elliðaárnar í morgun. Helga stofnaði barnaleikhópinn Brúðubílinn árið 1980, en þar áður stýrði hún brúðuleikhúsinu Leikbrúðulandi. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Á árunum 1987 – 1994 var Helga umsjónarmaður Stundarinnar okkar í Sjónvarpinu. Helga skrifaði bókina „Afmælisdagurinn hans Lilla” sem var gefin út árið 1984. Hún hefur líka haldið listsýningar bæði í Reykjavík og eina á Akureyri. Helga var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar, 2007 fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar. Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.Helga ásamt þeim Degi og Þórdísi Lóu.Vísir/BEBBorgarstjóri renndi sjálfur fyrir lax. Það tók hann um fimm mínútur að krækja í einn.Vísir/BEB
Börn og uppeldi Leikhús Reykjavík Stangveiði Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira