Blanda hefðum hjá Tacoson Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. júní 2019 07:30 Adam Karl Helgason er einn þriggja eigenda Tacoson. Þeir eru allir gamlir vinir úr Vesturbænum. fréttablaðið/Stefán Þrír gamlir vinir úr Vesturbænum fengu þá flugu í höfuðið að opna taco-vagn í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar er vagninn kominn í gagnið og segir einn eigendanna viðtökurnar langt framar vonum. Fréttablaðið fékk að heyra í Adam Karli Helgasyni og spyrja hvernig það æxlaðist að þeir hófu að reka suðrænan matarvagn á norðurhjara veraldar. „Baldvin Oddsson vinur minn hefur verið búsettur erlendis í rúmlega átta ár, þá mestmegnis í New York. Hann er tónlistarmaður. Hann spilar á trompet og hefur meðal annars spilað á Broadway. Í New York er eins og flestir vita mjög fjölbreytt matarmenning og þá sérstaklega þegar það kemur að matarvögnum,“ svarar hann. Adam segir Baldvin hafa mikið langað að flytja þessa miklu matarvagnamenningu til Íslands. „Það hafa auðvitað margir reynt þetta með misgóðum árangri. En hann langaði að koma með sínar hugmyndir inn á matarvagnamarkaðinn hér og hafði samband í við mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Adam hefur verið í matargeiranum í sjö ár og er lærður í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, og því lá vel við fyrir Baldvin að leita til hans. „Við komumst svo að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það vantaði taco-vagn á landið. Næsta skref hjá okkur var að finna kokk og við hugsuðum báðir til Ólafs Ágústs Pedersen sem er úr Vesturbænum eins og við. Hann er núna á Kol, hefur verið á Grillinu og Burro og er gríðarlega reynslumikill.“ Ólafur hafði áhuga á að vera með í verkefninu og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. „Næst tók við tilraunastarfsemi í eldhúsinu þar sem við prufuðum okkur áfram. Við vorum allir með hugmyndir um hvað okkur langaði að gera. Enn sem komið er höfum við auðvitað ekki náð að framkvæma það allt, en við stefnum á að vera með róteringu á matseðlinum. Bara að hafa alltaf ferskan seðil og að sjá hvað virkar. Ætlum líka að vera óhræddir við að prófa nýja hluti,“ segir Adam. Vagninn var fluttur inn frá Wales upphaflega en strákarnir fundu hann á Bland.is. „Því næst fórum við í að gera vagninn upp eða svo hann hentaði í reksturinn. Það tók nokkra mánuði. Næst fórum við í lógóið sem er víkingur að borða taco. Auðvitað er það svolítið þverstæðukennd hugmynd en Baldvin kom með hana. Nafnið og lógóið kemur út frá því að blanda saman þessum andstæðum, víkingnum með taco. Svo náttúrulega tengja útlendingar svo mikið við nafnahefðina, að við séum flest -son eða -dóttir, og úr varð nafnið Tacoson.“ Hann segir það alveg í myndinni að stækka síðar við sig og opna veitingastað gangi vagninn vel. „Okkar helsta markmið var að stilla verðinu í hóf. Eins og við vitum öll getur verið ótrúlega dýrt að fara út að borða í bænum. Við erum oftast í Mæðragarðinum sem er einmitt á milli á Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans. Okkur langaði til að geta boðið nógu hagstætt verð til að nemarnir gætu kannski komið í hádeginu.“ Hann segir þá því frekar spila inn á einfaldleikann en að hafa matinn endilega svakalega flókinn. „Já, við erum að taka smá svona Ikea-aðferðina,“ segir Adam hlæjandi að lokum. Vagninn verður á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og er alla virka daga frá klukkan 11-21 í Mæðragarðinum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Secret Solstice Veitingastaðir Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þrír gamlir vinir úr Vesturbænum fengu þá flugu í höfuðið að opna taco-vagn í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar er vagninn kominn í gagnið og segir einn eigendanna viðtökurnar langt framar vonum. Fréttablaðið fékk að heyra í Adam Karli Helgasyni og spyrja hvernig það æxlaðist að þeir hófu að reka suðrænan matarvagn á norðurhjara veraldar. „Baldvin Oddsson vinur minn hefur verið búsettur erlendis í rúmlega átta ár, þá mestmegnis í New York. Hann er tónlistarmaður. Hann spilar á trompet og hefur meðal annars spilað á Broadway. Í New York er eins og flestir vita mjög fjölbreytt matarmenning og þá sérstaklega þegar það kemur að matarvögnum,“ svarar hann. Adam segir Baldvin hafa mikið langað að flytja þessa miklu matarvagnamenningu til Íslands. „Það hafa auðvitað margir reynt þetta með misgóðum árangri. En hann langaði að koma með sínar hugmyndir inn á matarvagnamarkaðinn hér og hafði samband í við mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Adam hefur verið í matargeiranum í sjö ár og er lærður í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, og því lá vel við fyrir Baldvin að leita til hans. „Við komumst svo að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það vantaði taco-vagn á landið. Næsta skref hjá okkur var að finna kokk og við hugsuðum báðir til Ólafs Ágústs Pedersen sem er úr Vesturbænum eins og við. Hann er núna á Kol, hefur verið á Grillinu og Burro og er gríðarlega reynslumikill.“ Ólafur hafði áhuga á að vera með í verkefninu og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. „Næst tók við tilraunastarfsemi í eldhúsinu þar sem við prufuðum okkur áfram. Við vorum allir með hugmyndir um hvað okkur langaði að gera. Enn sem komið er höfum við auðvitað ekki náð að framkvæma það allt, en við stefnum á að vera með róteringu á matseðlinum. Bara að hafa alltaf ferskan seðil og að sjá hvað virkar. Ætlum líka að vera óhræddir við að prófa nýja hluti,“ segir Adam. Vagninn var fluttur inn frá Wales upphaflega en strákarnir fundu hann á Bland.is. „Því næst fórum við í að gera vagninn upp eða svo hann hentaði í reksturinn. Það tók nokkra mánuði. Næst fórum við í lógóið sem er víkingur að borða taco. Auðvitað er það svolítið þverstæðukennd hugmynd en Baldvin kom með hana. Nafnið og lógóið kemur út frá því að blanda saman þessum andstæðum, víkingnum með taco. Svo náttúrulega tengja útlendingar svo mikið við nafnahefðina, að við séum flest -son eða -dóttir, og úr varð nafnið Tacoson.“ Hann segir það alveg í myndinni að stækka síðar við sig og opna veitingastað gangi vagninn vel. „Okkar helsta markmið var að stilla verðinu í hóf. Eins og við vitum öll getur verið ótrúlega dýrt að fara út að borða í bænum. Við erum oftast í Mæðragarðinum sem er einmitt á milli á Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans. Okkur langaði til að geta boðið nógu hagstætt verð til að nemarnir gætu kannski komið í hádeginu.“ Hann segir þá því frekar spila inn á einfaldleikann en að hafa matinn endilega svakalega flókinn. „Já, við erum að taka smá svona Ikea-aðferðina,“ segir Adam hlæjandi að lokum. Vagninn verður á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og er alla virka daga frá klukkan 11-21 í Mæðragarðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Secret Solstice Veitingastaðir Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira