Eldum rétt taldi sig breyta rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:15 Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt. fréttablaðið/Stefán Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. Stéttarfélagið Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt og MIV vegna fjögurra rúmenskra verkamanna. Mál Eflingar og verkamannanna gegn Eldum rétt og MIV hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Í tilkynningu frá Eflingu segir jafnframt að nokkur fyrirtæki hafi keypt vinnuafl frá Mönnum í vinnu. Lögmannsstofan Réttur hafi að beiðni Eflingar farið fram á að þau ábyrgist kaup og kjör starfsmanna sem Menn í vinnu höfðu brotið á. Öll fyrirtækin hafi gengist við því, nema Eldum rétt sem keypti vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.Fengu upplýsingar um að allt væri í lagi Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóri Eldum rétt segir að þegar fyrirtækið hafi ráðið starfsfólk frá Mönnum í vinnu hafi Vinnumálastofnun þegar gefið grænt ljós á starfsemi starfsmannaleigunnar. „Það eru þær upplýsingar sem við höfum í höndunum. Að það sé búið að fara í úttekt á þessu fyrirtæki og það sé allt í lagi.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling segir að því fylgi augljós áhætta að flytja inn vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur.Vísir/vilhelmÍ yfirlýsingu sem Eldum rétt sendi frá sér nú skömmu fyrir hádegi segir að ágreiningurinn snúi aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað, einkum vegna húsnæðis síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir starfsmenn hafi unnið hjá Eldum rétt í gegnum Menn í vinnu í samtals fjóra daga á tvegja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar. Ekki sé deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt nái samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir starfsmennina. Vilja axla ábyrgð Kristófer segir að ef starfsmennirnir hafi ekki fengið greidd fyrir fram greidd laun þurfi að sjálfsögðu að fara yfir það. Hann ítrekar hins vegar að starfsmennirnir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga en reikningurinn frá Eflingu geri ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við hörmum það ef það er búið að vera að beita þetta starfsfólk einhvers konar nauðung og við viljum svo sannarlega koma til móts við og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá gagnvart þessu fólki, það er enginn vafi á því,“ segir Kristófer. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum.“ Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. Stéttarfélagið Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt og MIV vegna fjögurra rúmenskra verkamanna. Mál Eflingar og verkamannanna gegn Eldum rétt og MIV hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Í tilkynningu frá Eflingu segir jafnframt að nokkur fyrirtæki hafi keypt vinnuafl frá Mönnum í vinnu. Lögmannsstofan Réttur hafi að beiðni Eflingar farið fram á að þau ábyrgist kaup og kjör starfsmanna sem Menn í vinnu höfðu brotið á. Öll fyrirtækin hafi gengist við því, nema Eldum rétt sem keypti vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.Fengu upplýsingar um að allt væri í lagi Kristófer Júlíus Leifsson framkvæmdastjóri Eldum rétt segir að þegar fyrirtækið hafi ráðið starfsfólk frá Mönnum í vinnu hafi Vinnumálastofnun þegar gefið grænt ljós á starfsemi starfsmannaleigunnar. „Það eru þær upplýsingar sem við höfum í höndunum. Að það sé búið að fara í úttekt á þessu fyrirtæki og það sé allt í lagi.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Efling segir að því fylgi augljós áhætta að flytja inn vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur.Vísir/vilhelmÍ yfirlýsingu sem Eldum rétt sendi frá sér nú skömmu fyrir hádegi segir að ágreiningurinn snúi aðallega að því hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum starfsmanna fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað, einkum vegna húsnæðis síma, líkamsræktar og ferðalaga. Umræddir starfsmenn hafi unnið hjá Eldum rétt í gegnum Menn í vinnu í samtals fjóra daga á tvegja til fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar. Ekki sé deilt um að starfsmennirnir nutu allra lágmarkskjara á þeim tíma. Ábyrgð Eldum rétt nái samkvæmt lögum ekki til þess að greiða fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað fyrir starfsmennina. Vilja axla ábyrgð Kristófer segir að ef starfsmennirnir hafi ekki fengið greidd fyrir fram greidd laun þurfi að sjálfsögðu að fara yfir það. Hann ítrekar hins vegar að starfsmennirnir hafi aðeins unnið hjá fyrirtækinu í fjóra daga en reikningurinn frá Eflingu geri ráð fyrir miklu hærri upphæð en sem því nemur. „Við hörmum það ef það er búið að vera að beita þetta starfsfólk einhvers konar nauðung og við viljum svo sannarlega koma til móts við og ganga frá öllu sem þarf að ganga frá gagnvart þessu fólki, það er enginn vafi á því,“ segir Kristófer. „Við viljum axla ábyrgð og við viljum greiða þessa keðjuábyrgð en við viljum að hún sé greidd á réttum forsendum.“
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14 Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45 Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur. 1. mars 2019 14:14
Forkólfum í verkalýðshreyfingunni stefnt vegna ummæla um Menn í vinnu Lögmaður starfsmannaleigunnar segir hin harkalegu ummæli algerlega tilhæfulaus. 28. febrúar 2019 16:45
Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. 25. apríl 2019 19:15