Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 10:43 Maktoum (í gulu) og Haya prinsessa saman árið 2016. Vísir/EPA Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí. Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí.
Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira