Ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki við EES? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. Útséð væri um að hann gæti haft forystu um að mæta þeim nýju áskorunum 21. aldar sem kalla á meiri þátttöku Íslands í fjölþjóðasamvinnu. Við fundum einfaldlega ekki umburðarlyndi gagnvart frjálslyndum skoðunum af því tagi. Það hvarflaði þó aldrei að mér að eftir þrjú ár ættum við eftir að horfa á gamla félaga berast á banaspjót vegna þeirra mála sem leiddu öðru fremur til þess að frjálslynt fólk víða af pólitíska litrófinu stofnaði Viðreisn. Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi. Þeir leiðrétta mig kannski sem þekkja betur til átakasögu Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins á síðustu öld.Hlutur ritstjóra Morgunblaðsins Ritstjórar Morgunblaðsins, Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, hafa farið fyrir þeirri fylkingu sem andvíg er innleiðingu þriðja orkupakkans. Þeir fullyrða að innleiðingin brjóti gegn stjórnarskrá og grafi undan fullveldi landsins. Stærri geta pólitísk ágreiningsefni varla orðið. Þá staðhæfa ritstjórarnir að þingmenn sem styðja málið eigi lítinn sem engan stuðning í röðum almennra flokksmanna og forystufólks í flokksfélögum. Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs. Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi. Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.Hlutur Þórdísar Kolbrúnar, Áslaugar Örnu og Björns Bjarnasonar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari hafa verið einarðar og málefnalega mjög sterkar í röksemdafærslu gegn staðhæfingum ritstjóra Morgunblaðsins. Þegar nær dró afgreiðslu málsins nutu þær einnig öflugs stuðnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Ég hef líka fylgst með kjarnyrtum málflutningi Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra. Hann hefur með málefnalegum rökum sýnt fram á að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi ritstjóranna. Innleiðingin stangist ekki á við stjórnarskrá og ógni ekki fullveldinu. Spurningar af því tagi eigi við EES-samninginn í heild og hafi verið til lykta leiddar þegar hann var samþykktur fyrir aldarfjórðungi, þegar annar tveggja ritstjóranna gegndi einmitt embætti forsætisráðherra. En þessu málefnalega og þróttmikla fólki hefur á hinn bóginn ekki tekist að hrekja þær fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins að þorri flokksmanna og forystumanna flokksfélaga standi eins og klettur gegn þingmönnunum. Að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki baklandið með sér í orkupakkamálinu. En það er einmitt sá veruleiki sem veldur því að þessi átök marka þáttaskil í stjórnmálasögunni.Málalyktir í þessari lotu Forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt að málefnalega standa þær feti framar en margir þeir karlar sem lengst hafa gegnt æðstu forystuhlutverkum í flokknum. Ástæðuna fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat. Eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á snúast spurningarnar um stjórnarskrá og fullveldi um EES-samninginn sjálfan en ekki þetta afmarkaða orkupakkamál. Þeir sem eru í forystu fyrir andstöðunni vita það mætavel. Þetta mál er notað eða réttara sagt misnotað markvisst til að ná lengra. Einmitt þess vegna eru átökin svona hatrömm. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu samþykkja innleiðinguna í ágústlok. En eftir stendur flokkur sem er klofinn í afstöðu til stærsta og þýðingarmesta fjölþjóðasamnings sem Ísland á aðild að. Þau átök munu standa um mörg ókomin ár. Ný tilefni verða fundin til að viðhalda átökunum um EES með tilheyrandi þrýstingi. Ólíklegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standist aftur slíkan þrýsting.Mynda þarf nýja kjölfestu í utanríkismálum Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins. Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki. Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst? Það er fullkomlega óásættanlegt að ríkisstjórn þurfi meira en tvö ár til að koma innleiðingu af þessu tagi í gegnum þingið. Ekki þurfi frestinn til að vinna málið betur heldur til að lægja innanflokksöldur. Hvorki þjóðin né atvinnulífið getur búið við slíkt fimbulfamb og óvissu. Til þess eru almannahagsmunir of miklir. Markmiðið má heldur ekki einskorðast við það að verja það sem við höfum. Hitt er ekki síður mikilvægt að vera reiðubúin að takast á við nýjar áskoranir í fjölþjóðasamvinnu. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafði burði til á síðustu öld. Formaðurinn er í vandræðum. Afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru harður andstæðingur. Nú, líkt og fyrir þremur árum og allar götur síðan, standa þeir frjálslyndu í flokknum frammi fyrir því að þurfa að kyngja pólitísku erindi sínu til þess að friða baklandið í þverklofnum flokki – eða leita einfaldlega á önnur mið. Næstu kosningar þurfa að snúast um nauðsyn þess að á Alþingi myndist meirihluti sem getur tryggt nýja kjölfestu í utanríkismálum. Viðreisn mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum var ég í hópi fólks sem stóð andspænis þeirri þungu ákvörðun að láta leiðir skilja með Sjálfstæðisflokknum. Ástæðan var fyrst og fremst sú að okkur fannst að flokkurinn væri fastur í ákveðinni rörsýn. Útséð væri um að hann gæti haft forystu um að mæta þeim nýju áskorunum 21. aldar sem kalla á meiri þátttöku Íslands í fjölþjóðasamvinnu. Við fundum einfaldlega ekki umburðarlyndi gagnvart frjálslyndum skoðunum af því tagi. Það hvarflaði þó aldrei að mér að eftir þrjú ár ættum við eftir að horfa á gamla félaga berast á banaspjót vegna þeirra mála sem leiddu öðru fremur til þess að frjálslynt fólk víða af pólitíska litrófinu stofnaði Viðreisn. Við blasa ein grimmustu innanflokksátök sem sögur fara af í áratugi. Þeir leiðrétta mig kannski sem þekkja betur til átakasögu Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins á síðustu öld.Hlutur ritstjóra Morgunblaðsins Ritstjórar Morgunblaðsins, Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, hafa farið fyrir þeirri fylkingu sem andvíg er innleiðingu þriðja orkupakkans. Þeir fullyrða að innleiðingin brjóti gegn stjórnarskrá og grafi undan fullveldi landsins. Stærri geta pólitísk ágreiningsefni varla orðið. Þá staðhæfa ritstjórarnir að þingmenn sem styðja málið eigi lítinn sem engan stuðning í röðum almennra flokksmanna og forystufólks í flokksfélögum. Athyglisvert er að ritstjórarnir hafa kappkostað að lítillækka ritara og varaformann Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið öflugir talsmenn innleiðingar og alþjóðasamstarfs. Þær eru sagðar svo óskýrar í hugsun, ungar og óreyndar að engum hefði á árum áður dottið í hug að fela slíku fólki trúnaðarstörf af þessu tagi. Þá spotta og hæða ritstjórarnir formann Sjálfstæðisflokksins með því að benda í sífellu á að hann hafi verið á móti málinu í byrjun en sé því nú fylgjandi – af óskiljanlegum ástæðum.Hlutur Þórdísar Kolbrúnar, Áslaugar Örnu og Björns Bjarnasonar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari hafa verið einarðar og málefnalega mjög sterkar í röksemdafærslu gegn staðhæfingum ritstjóra Morgunblaðsins. Þegar nær dró afgreiðslu málsins nutu þær einnig öflugs stuðnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Ég hef líka fylgst með kjarnyrtum málflutningi Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra. Hann hefur með málefnalegum rökum sýnt fram á að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi ritstjóranna. Innleiðingin stangist ekki á við stjórnarskrá og ógni ekki fullveldinu. Spurningar af því tagi eigi við EES-samninginn í heild og hafi verið til lykta leiddar þegar hann var samþykktur fyrir aldarfjórðungi, þegar annar tveggja ritstjóranna gegndi einmitt embætti forsætisráðherra. En þessu málefnalega og þróttmikla fólki hefur á hinn bóginn ekki tekist að hrekja þær fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins að þorri flokksmanna og forystumanna flokksfélaga standi eins og klettur gegn þingmönnunum. Að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki baklandið með sér í orkupakkamálinu. En það er einmitt sá veruleiki sem veldur því að þessi átök marka þáttaskil í stjórnmálasögunni.Málalyktir í þessari lotu Forystukonur Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt að málefnalega standa þær feti framar en margir þeir karlar sem lengst hafa gegnt æðstu forystuhlutverkum í flokknum. Ástæðuna fyrir skoðanaflökti formannsins sýnist mér leiða af stöðu hans í þverklofnum flokki. Í byrjun umræðunnar vissi hann að það var ekki stuðningur í baklandinu. Eftir framgöngu varaformanns, ritara og utanríkisráðherra hefur hann talið að nægjanlegur stuðningur væri kominn þannig að honum væri óhætt að tala eins og hjarta hans slær. Það virðist ekki hafa verið rétt stöðumat. Eins og Björn Bjarnason hefur ítrekað bent á snúast spurningarnar um stjórnarskrá og fullveldi um EES-samninginn sjálfan en ekki þetta afmarkaða orkupakkamál. Þeir sem eru í forystu fyrir andstöðunni vita það mætavel. Þetta mál er notað eða réttara sagt misnotað markvisst til að ná lengra. Einmitt þess vegna eru átökin svona hatrömm. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu samþykkja innleiðinguna í ágústlok. En eftir stendur flokkur sem er klofinn í afstöðu til stærsta og þýðingarmesta fjölþjóðasamnings sem Ísland á aðild að. Þau átök munu standa um mörg ókomin ár. Ný tilefni verða fundin til að viðhalda átökunum um EES með tilheyrandi þrýstingi. Ólíklegt er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins standist aftur slíkan þrýsting.Mynda þarf nýja kjölfestu í utanríkismálum Á síðustu öld var Sjálfstæðisflokkurinn óumdeilanlega kjölfestan þegar kom að utanríkispólitík landsins. Þetta eru því einhver mestu málefnalegu hamskipti sem orðið hafa í einum stjórnmálaflokki. Kjarni málsins er sá að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki og munu ekki á næstu árum hafa nægjanlegan stuðning í baklandinu til þess að geta borið ábyrgð í ríkisstjórn á framkvæmd EES-samningsins. Það sjá allir. Hvaða mál verður tekið í gíslingu næst? Það er fullkomlega óásættanlegt að ríkisstjórn þurfi meira en tvö ár til að koma innleiðingu af þessu tagi í gegnum þingið. Ekki þurfi frestinn til að vinna málið betur heldur til að lægja innanflokksöldur. Hvorki þjóðin né atvinnulífið getur búið við slíkt fimbulfamb og óvissu. Til þess eru almannahagsmunir of miklir. Markmiðið má heldur ekki einskorðast við það að verja það sem við höfum. Hitt er ekki síður mikilvægt að vera reiðubúin að takast á við nýjar áskoranir í fjölþjóðasamvinnu. Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafði burði til á síðustu öld. Formaðurinn er í vandræðum. Afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru harður andstæðingur. Nú, líkt og fyrir þremur árum og allar götur síðan, standa þeir frjálslyndu í flokknum frammi fyrir því að þurfa að kyngja pólitísku erindi sínu til þess að friða baklandið í þverklofnum flokki – eða leita einfaldlega á önnur mið. Næstu kosningar þurfa að snúast um nauðsyn þess að á Alþingi myndist meirihluti sem getur tryggt nýja kjölfestu í utanríkismálum. Viðreisn mun leggja sitt af mörkum til að svo megi verða.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun