Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni Heimsljós kynnir 17. júlí 2019 16:30 Frá fundinum í gær um málefni ungmenna. Cia Pak Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni, menntun og atvinnutækifæri á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í Sameinuðu þjóðunum í New York í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði málstofuna og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að öll börn hefðu aðgengi að viðeigandi menntun.Aðrir sem fluttu ávörp voru Susanna Moorehead, formaður OECD/DAC, Judith Msusa, deildarstjóri í málefnum ungmenna í ungmenna,- íþrótta-, og menningarmálaráðuneyti Malaví, Neven Mimica, framkvæmdastjóri ESB á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, og Gilbert Happy Lwetutte, Ungmennafulltrúi Úganda hjá Sameinuðu þjóðunum. Robert Jenkins, forstjóri menntasviðs UNICEF, stýrði fundinum.Um 1,8 milljarðar einstaklinga í heiminum eru á aldrinum 15-29 ára. Þar af búa um 87 prósent í þróunarríkjum, flest í Suður-Asíu og Afríku. Með réttri menntun, færni og valdeflingu kemur þetta unga fólk til með að umbreyta samfélögum sínum og hagkerfum. En sívaxandi heimshagkerfi krefst sérhæfðari hæfni á tímum þegar mörg menntakerfi eiga undir högg að sækja. Þá var einnig vakin athygli á þeirri staðreynd að þótt svo að ungmenni hljóti menntun séu atvinnutækifæri af skornum skammti í mörgum þróunarríkjum. Tíu af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjalla beint um ungmenni og eflingu þeirra, en á málstofunni var þeirri spurningu meðal annars velt upp hvernig tryggja megi þátttöku og tækifæri ungs fólks í þróunarríkjum við innleiðingu markmiðanna.Á málstofunni var einnig sýnt myndband með viðtölum við ungmenni í Malaví sem hlotið höfðu sérhæfða menntun sem nýtist þeim í starfi.Viðburðurinn í heild Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni, menntun og atvinnutækifæri á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í Sameinuðu þjóðunum í New York í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði málstofuna og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að öll börn hefðu aðgengi að viðeigandi menntun.Aðrir sem fluttu ávörp voru Susanna Moorehead, formaður OECD/DAC, Judith Msusa, deildarstjóri í málefnum ungmenna í ungmenna,- íþrótta-, og menningarmálaráðuneyti Malaví, Neven Mimica, framkvæmdastjóri ESB á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, og Gilbert Happy Lwetutte, Ungmennafulltrúi Úganda hjá Sameinuðu þjóðunum. Robert Jenkins, forstjóri menntasviðs UNICEF, stýrði fundinum.Um 1,8 milljarðar einstaklinga í heiminum eru á aldrinum 15-29 ára. Þar af búa um 87 prósent í þróunarríkjum, flest í Suður-Asíu og Afríku. Með réttri menntun, færni og valdeflingu kemur þetta unga fólk til með að umbreyta samfélögum sínum og hagkerfum. En sívaxandi heimshagkerfi krefst sérhæfðari hæfni á tímum þegar mörg menntakerfi eiga undir högg að sækja. Þá var einnig vakin athygli á þeirri staðreynd að þótt svo að ungmenni hljóti menntun séu atvinnutækifæri af skornum skammti í mörgum þróunarríkjum. Tíu af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjalla beint um ungmenni og eflingu þeirra, en á málstofunni var þeirri spurningu meðal annars velt upp hvernig tryggja megi þátttöku og tækifæri ungs fólks í þróunarríkjum við innleiðingu markmiðanna.Á málstofunni var einnig sýnt myndband með viðtölum við ungmenni í Malaví sem hlotið höfðu sérhæfða menntun sem nýtist þeim í starfi.Viðburðurinn í heild Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent