Samningsbrot í íþróttum algeng: Dæmi um að samningum barnshafandi kvenna sé rift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir er stjórnarformaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/stöð 2 Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00
Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00