Forgangsröðun Davíð Stefánsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta varðar það sem mestu skiptir, hamingju og lífsgæði fólks. Flest erum við sammála um að nýta sameiginlega sjóði til að tryggja örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu aðgengilega öllum landsmönnum. En þetta kostar sitt. Nýir möguleikar til greiningar og meðferðar sjúkdóma kalla á æ meiri kostnað. Næstu áratugi aukast áskoranirnar enn með meiri öldrun þjóðarinnar og lægri fæðingartíðni. Þar sem fjármagn er af skornum skammti verður stóra málið forgangsröðun fjármuna og hagkvæmasta nýting þeirra. Sú heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti nú í sumar fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við þá ofurtrú ráðherrans að ríkisvaldið eitt eigi að sinna heilbrigðismálum. Gagnrýnt var að lítið samráð væri haft við hryggjarstykkið í íslenskri heilbrigðisþjónustu, það er alla þá sem standa utan ríkisrekinna stofnana. Kröfunni um fyrsta flokks þjónustu við sjúklinga með hagkvæmni að leiðarljósi verður best svarað með því að hvetja til samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þannig nýtast fjármunir skattgreiðenda best. Þróa þarf áfram sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á vegum annarra en hins opinbera með greiðsluþátttöku ríkisvaldsins á sömu forsendum og þjónusta hins opinbera. Þannig kaupi ríkið fyrir fram skilgreinda þjónustu en nýti samkeppni og fjölbreytt rekstrarform til að ná fram hagræðingu, aukinni hagkvæmni og gæðum. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar sagði hún kröfur um forgangsröðun aukast og mikilvægt sé að byggt sé á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem sátt ríki um. Undir þetta skal tekið. Þessi forgangsröðun er eitt af erfiðari viðfangsefnum stjórnmála komandi ára. Það var því eftir því tekið þegar Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, ritaði nýlega grein þar sem hann rifjar upp fyrri stefnumörkun og litlar efndir. Dæmi þar um er skýrsla um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu frá árinu 1998 sem unnin var af þingmönnum allra flokka, þverfaglegum hópi heilbrigðisstarfsmanna og siðfræðingum frá Háskóla Íslands. Eftir samþykkt Alþingis hefur ríkt grafarþögn. Sama gildir um ýmis fyrri verk, svo sem heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og 2020, ásamt stefnumótun í málefnum aldraðra. Stefnum er ekki fylgt. „Hefur einu gilt hvort áraði vel eða illa í þjóðarbúskapnum. Nú hefur verið birt heilbrigðisstefna til ársins 2030. Höfum við tryggingu fyrir því að þeirri heilbrigðisstefnu eða nýrri stefnumótun um forgangsröðun verði fylgt, fremur en fyrr?“ spyr Pálmi. Prófessorinn hvetur til þess að opinber stjórnsýsla, sem hafi vaxið fiskur um hrygg, skoði árangur fyrri stefnumótunarvinnu á sviði heilbrigðisþjónustu. Hvað hafi gengið eftir og hvað ekki og koma með tillögur með áherslu á ábyrga eftirfylgd. – Er það ekki skynsamlegt áður en lengra er haldið?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun