Þegar Ed Sheeran var síðast á landinu: Steikarsamloka, Bláa Lónið og bráðinn Timberland skór Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2019 12:16 Ed Sheeran á tónleikum í Madríd í júní. Getty/Ricardo Rubio Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran mun eftir örfáa daga halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Mikið hefur verið fjallað um væntanlega íslandsheimsókn söngvarans undanfarið en langar raðir hafa myndast fyrir utan Ed Sheeran búðina í Kringlunni og honum fylgir mikið hafurtask.Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016.Sheeran hefur þó áður komið til landsins en árið 2016 fagnaði hann 25 ára afmæli sínu hérlendis en Sheeran á afmæli 17. Febrúar.Sjá einnig: Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á ÍslandiSöngvarinn gæddi sér á steikarsamloku og afmælisköku á veitingastaðnum Gamla Fjósinu sem er staðsett að Hvassafelli undir Eyjafjöllum. Þá bárust einnig fregnir af því að tónlistarmaðurinn hafi lagt leið sína í Bláa lónið. Heita vatnið í Bláa Lóninu var þó ekki eina heita vatnið sem Sheeran dýfði tánum ofan í á meðan á íslandsheimsókn hans stóð en í viðtali við BBC Radio 1 ári síðar greindi Sheeran frá óheppilegu atviki sem henti hann hér á landi. „Ég setti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri. „Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran og sagði skóinn hafa bráðnað.Sjá einnig: Ed Sheeran steig í heitan hver á Íslandi og brenndi sig illaEd virðist hins vegar ekki erfa óhappið við land og þjóð því hann hefur eftir atvikið komið fram í klæddur íslensku landsliðstreyjuna. Það gerði hann á viðburði Elton John í Windsor á Englandi á meðan að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fór fram í Rússlandi síðasta sumar.Sjá einnig: Ed Sheeran tók lagið í íslensku landsliðstreyjunniGetty/ David BennettÞá er önnur íslandstenging Sheeran heldur óheppilegri en í janúar 2018 varð Morgunblaðinu á og birti mynd af söngvaranum með minningargrein í dagblaði sínu. Sheeran var þó ekki látinn og mun heldur betur stíga á svið og skemmta áhorfendum á Laugardalsvelli dagana 10. og 11. ágúst næstkomandi. Söngvarinn frá Halifax verður þó ekki einn á ferð því íslenska söngkona Glowie mun ásamt hinni sænsku Zöru Larsson og hinum enska James Bay hita upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli.Sara Pétursdóttir eða Glowie mun hita upp fyrir Sheeran ásamt James Bay og Zöru LarssonVísir/Getty Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran mun eftir örfáa daga halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Mikið hefur verið fjallað um væntanlega íslandsheimsókn söngvarans undanfarið en langar raðir hafa myndast fyrir utan Ed Sheeran búðina í Kringlunni og honum fylgir mikið hafurtask.Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016.Sheeran hefur þó áður komið til landsins en árið 2016 fagnaði hann 25 ára afmæli sínu hérlendis en Sheeran á afmæli 17. Febrúar.Sjá einnig: Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á ÍslandiSöngvarinn gæddi sér á steikarsamloku og afmælisköku á veitingastaðnum Gamla Fjósinu sem er staðsett að Hvassafelli undir Eyjafjöllum. Þá bárust einnig fregnir af því að tónlistarmaðurinn hafi lagt leið sína í Bláa lónið. Heita vatnið í Bláa Lóninu var þó ekki eina heita vatnið sem Sheeran dýfði tánum ofan í á meðan á íslandsheimsókn hans stóð en í viðtali við BBC Radio 1 ári síðar greindi Sheeran frá óheppilegu atviki sem henti hann hér á landi. „Ég setti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri. „Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran og sagði skóinn hafa bráðnað.Sjá einnig: Ed Sheeran steig í heitan hver á Íslandi og brenndi sig illaEd virðist hins vegar ekki erfa óhappið við land og þjóð því hann hefur eftir atvikið komið fram í klæddur íslensku landsliðstreyjuna. Það gerði hann á viðburði Elton John í Windsor á Englandi á meðan að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fór fram í Rússlandi síðasta sumar.Sjá einnig: Ed Sheeran tók lagið í íslensku landsliðstreyjunniGetty/ David BennettÞá er önnur íslandstenging Sheeran heldur óheppilegri en í janúar 2018 varð Morgunblaðinu á og birti mynd af söngvaranum með minningargrein í dagblaði sínu. Sheeran var þó ekki látinn og mun heldur betur stíga á svið og skemmta áhorfendum á Laugardalsvelli dagana 10. og 11. ágúst næstkomandi. Söngvarinn frá Halifax verður þó ekki einn á ferð því íslenska söngkona Glowie mun ásamt hinni sænsku Zöru Larsson og hinum enska James Bay hita upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli.Sara Pétursdóttir eða Glowie mun hita upp fyrir Sheeran ásamt James Bay og Zöru LarssonVísir/Getty
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið