Þetta er ekki fyndið Haukur Örn Birgisson skrifar 6. ágúst 2019 08:15 Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri. Barátta og ofurviðkvæmni ganga samt sjaldnast hönd í hönd. Þótt þú standir í baráttu þá þýðir það ekki að allir séu á móti þér. Samsærið nær sjaldnast svo langt. Skopmynd sem sýndi feitan og krumpaðan karlmann í kvennaklefa sundlaugar vakti um daginn hörð viðbrögð þeirra sem hafa sett baráttu transfólks á oddinn. Með myndinni var gert grín að nýjum lögum um kynrænt sjálfstæði. Formaður transfólks réði sér vart af vandlætingu og kallaði myndina „hræðsluáróður“ og gerði teiknaranum upp alls kyns annarlegar hvatir og þar með þeim lesendum sem brostu yfir myndinni. Það er stutt í að hugtakið „hatursorðræða“ skjóti upp kollinum og löggan verði kölluð til. Róum okkur nú aðeins! Mér fannst teikningin fyndin en ég skil vel að ekki öllum hafi fundist það. Það skiptir bara engu máli. Húmor verður aldrei skilgreindur og það fær enginn að ákveða fyrir aðra hvað telst fyndið. Þá er engum hollt að taka sjálfan sig of hátíðlega því fáir eru staddir á svo alvarlegum stað í lífinu að ekki megi skopast að því. Ég vil transfólki allt hið besta en það, eins og allir aðrir, verður að þola að gert sé grín að því, því mikið væri lífið nú leiðinlegt ef allir brandarar fjölluðu um lögfræðinga og Hafnfirðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Til eru hópar í samfélaginu sem eiga undir högg að sækja. Þeir standa öðrum ekki jafnfætis þegar kemur að ýmsum réttindum, umfjöllun og virðingu. Í gegnum árin, áratugina og jafnvel aldirnar hafa þeir mátt þola níð, fordóma og óréttlæti af hálfu annarra. Með stöðugri baráttu sinni fyrir málstaðnum hefur þó flestum þeirra tekist að rétta hlut sinn. Baráttan skilar árangri. Barátta og ofurviðkvæmni ganga samt sjaldnast hönd í hönd. Þótt þú standir í baráttu þá þýðir það ekki að allir séu á móti þér. Samsærið nær sjaldnast svo langt. Skopmynd sem sýndi feitan og krumpaðan karlmann í kvennaklefa sundlaugar vakti um daginn hörð viðbrögð þeirra sem hafa sett baráttu transfólks á oddinn. Með myndinni var gert grín að nýjum lögum um kynrænt sjálfstæði. Formaður transfólks réði sér vart af vandlætingu og kallaði myndina „hræðsluáróður“ og gerði teiknaranum upp alls kyns annarlegar hvatir og þar með þeim lesendum sem brostu yfir myndinni. Það er stutt í að hugtakið „hatursorðræða“ skjóti upp kollinum og löggan verði kölluð til. Róum okkur nú aðeins! Mér fannst teikningin fyndin en ég skil vel að ekki öllum hafi fundist það. Það skiptir bara engu máli. Húmor verður aldrei skilgreindur og það fær enginn að ákveða fyrir aðra hvað telst fyndið. Þá er engum hollt að taka sjálfan sig of hátíðlega því fáir eru staddir á svo alvarlegum stað í lífinu að ekki megi skopast að því. Ég vil transfólki allt hið besta en það, eins og allir aðrir, verður að þola að gert sé grín að því, því mikið væri lífið nú leiðinlegt ef allir brandarar fjölluðu um lögfræðinga og Hafnfirðinga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun