Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 17:25 Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum Slysavarnarfélagið Landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Þar kemur jafnframt fram að þoka sé á slysstað og að heilbrigðisfólk á vettvangi hlúi nú að manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvort maðurinn verði fluttur með bíl eða þyrlu til Reykjavíkur en björgunarsveitarmenn aki nú upp hálsinn með frekari búnað til að undirbúa þann slasaða fyrir flutning. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þyrluna hafa verið kallaða á vettvang hún geti hins vegar ekki athafnað sig á vettvangi vegna þoku. „Þyrlan er á vettvangi með björgunarsveitarfólk til að flytja það nær manninum. Að öllum líkindum verður björgunarfólk flutt aðeins neðar á gönguleiðinni og munu björgunarmenn ganga að staðnum sem maðurinn er. Þokan er eitthvað að trufla okkur svo fólk er á leið upp á bílum og sexhjólum frá skógum,“ segir Davíð. Þá segir hann upplýsingar hafa borist frá göngumönnum á vettvangi um að maðurinn væri mögulega lærbrotinn, það sé hins vegar óstaðfest.Eins og sjá má var skyggni mjög slæmtBjörgunarsveitinUppfært kl. 18:10 Björgunarsveitarmenn ásamt lækni komu að manninum rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Óku þeir að Fimmvörðuhálsskála og gengu þaðan þar sem maðurinn er. Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent með björgunarsveitarfólk aðeins norðar en þar sem maðurinn er og eru á leiðinni til hans fótgangandi. Að sögn upplýsingafulltrúa eru næstu skref að verkjastilla manninn og bera hann að þyrlunni.Uppfært kl. 21:43 Maðurinn er kominn um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar eftir sjö tíma björgunaraðgerðir.Kona í sjálfheldu í Námafjalli og aðstoð við umferðarstjórnun Í tilkynningunni kemur fram að björgunarsveit hafi verið kölluð út vegna konu í sjálfheldu í Námafjalli norðan við Mývatn. Þegar björgunarsveitarmenn komu á svæðið fengu þeir upplýsingar um að aðrir ferðamenn höfðu aðstoðað konuna við að komast niður. Stuttu seinna náðu þeir tali af konunni neðar í hlíðinni, hún var þá orðin róleg og hélt ferðalagi sínu áfram að því er kemur fram í tilkynningunni. Á fjórða tímanum óskað lögreglan á Norðurlandi eftir aðstoð björgunarsveita við umferðastjórnun í Strákagöngum. Umferðarflækjan er nú að leysast að sögn björgunarsveitamanna á staðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira