Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. ágúst 2019 22:00 Gallery Undirheimar Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgöngu. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Framundan hjá Margréti er örstutt frí frá danskennslu í Kramhúsinu, veislustjórn og burlesque. Hún hyggst svo koma fílelfd til leiks eftir áramót. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið við bæði verðandi og nýbakaðar mæður.Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu. 1. Nafn? Margrét Erla Maack.2. Aldur?35 ára. 3. Starf?Skemmtikerling og fjöllistadís. 4. Númer hvað er þessi meðganga?Mín fyrsta. Margrét Erla með kærastanum sínum Tómasi.5. Hvað ertu komin langt? 34 vikur. 6. Hvernig uppgötvaðir þú að þú værir ófrísk? Það kom upp smá grunur að ég gæti verið með PCOS, svo ég hætti á pillunni. Þegar ég kom svo til læknis að láta rannsaka sagði hann: „Já nei nei, hér er allt annað en frjósemisvandamál.” Þá var ég komin átta vikur á leið án þess að finna fyrir neinu. Þetta kom semsagt í fyrsta skoti.7. Hvernig voru fyrstu 12 vikurnar? Ég var skapstór en að öðru leyti líkamlega mjög hress. Hef kennt dans alla meðgönguna sem ég geri enn geri og hef ekki kastað upp einu sinni. Liggafokkinglái!8. Hvenær og hvernig tilkynntu þið meðgönguna? Ég rakst á systur mína í Kringlunni eftir læknisheimsóknina og sagði henni bara þar. Tómasi mínum tilkynnti ég bara mjög kasjúallí þegar hann spurði hvernig hefði verið hjá lækninum. Við fórum með mömmu og pabba út að borða á afmæli pabba og gáfum honum í afmælisgjöf skrín með nælu sem á stóð FÍLSUNGINN 2019. Það tók þau smástund að fatta.9. Fengu þið að vita kynið? Fyrir mig var það stór liður í að tengja við barnið - að geta sagt hann eða hún en ekki ÞAÐ. Svo veit ég auðvitað ekkert hvernig barnið upplifir sig þegar það er komið út. Við vissum einhvern veginn bæði strax að þetta væri stelpa - og svo var það staðfest. aðsend mynd10. Tilkynntu þið kynið með einhverri athöfn? Ég er rosalega lítið fyrir eitthvað svona. Ég bað til dæmis um að fá ekki barnasturtu (baby shower). Við sögðum bara fólki frá því sem vildi vita. 11. Ertu að nota eitthvað meðgönguapp? Ég nota Ovia, en eiginlega bara til að sjá hvað barnið mitt er stórt ef það væri dýr. Nú er það quokka. Sem er mjög krúttilegt dýr. Fyrir nokkrum vikum var hún jafnstór og beltisdýr án hala. Ekki eins krúttað. 12. Hvað hefur komið mest á óvart varðandi meðgönguna? Hvað klisjur um meðgöngu eru alltumlykjandi. Ertu ekki að gubba rosa mikið? Nei. Sækistu sérstaklega í einhvern mat? Nei. Ertu ekki að drepast í grindinni?13. Hver er algengasta spurningin sem þú færð frá fólki? Hvenær ég ætli að fara að slaka á. Svar: Í september. Ég verð að hreyfa mig, annars stífna ég upp og ég mæli ekki sérstaklega með skapinu í mér þegar ég er með fjárhagsáhyggjur.14. Hvernig finnst þér þjónusta heilbrigðiskerfisins við ófrískar konur vera? Í heilbrigðiskerfinu: Dásamleg. Hlýlegt og alúðlegt aðhald og mikill skilningur og stuðningur við að ekki allir upplifa meðgöngu eins, hvað varðar báða aðila.Fæðingarorlofssjóður er hins vegar ekki hannaður fyrir fólk sem vinnur sjálfstætt og erfitt að fá hrein og bein svör. Þeir mánuðir sem ég þarf að skila inn eru mánuðir sem var lítil innkoma hjá mér. Barnið var ekki sérstaklega planað, en velkomið. Ef ég ætti að eiga rétt á almennilegu orlofi þá hefði ég þurft að plana þetta alveg tveimur árum fram í tímann, sem margir gera, en þetta þýðir að það er erfiðara fyrir sjálfstætt starfandi að geta sinnt barnauppeldi af alúð þarna rétt eftir fæðingu. Laga þetta takk! Aðsend mynd15. Ertu í einhverri sérhæfðri líkamsrækt fyrir ófrískar konur? Nei. Að kenna magadans, Beyoncé, burlesque og Bollywood hefur algjörlega haldið mér í góðu formi, undirbúið mig vel fyrir meðgönguna og haldið mér góðri á meðgöngunni. Ég upplifði ekki grindarvesen fyrr en bara núna nýlega sem er eðlilegt. Þessi hreyfing sem ég hef sóst í sem gengur út á að liðka og styrkja grind, bak og maga hefur hentað gríðarlega vel til undirbúnings. Íris vinkona mín verður með meðgöngumagadans í Kramhúsinu í september, en ég mæli mikið með því.16. Hvað finnst þér erfiðast við að vera ófrísk? Að mega ekki borða ceviché og að þurfa mikla hjálp við líkamlega hluti. Við stöndum í flutningum og ég er rosalega vanvirk í þeim.17. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera ófrísk? Að finna fyrir barninu. Mér líður eins og mennskum lavalampa. Það er fátt eins gaman og að borða og leggja sig, þessir litlu eðlilegu hlutir verða svo mikill lúxus. Mér finnst alltaf gaman að borða - en bragðskynið er ótrúlegt og hefur búið til ótrúlega matarupplifun á meðgöngu.Mér finnst líka gaman að rekast á aðrar ófrískar konur, við brosum sérstaklega til hvor annarar, eins og við séum í leynifélagi.Aðsend mynd18. Hvernig leggst fæðingin í þig? Hefur þú einhverja tilfinningu fyrir henni? Ég veit að fæðingin verður endapunktur á þessu en ég mun bara algjörlega gera það sem þarf að gera. Ég ætla bara á Landsspítalann og vonast til að vinir mínir verði á vakt. Ég er ekkert eitthvað SPENNT, en það hafa nú aðrar konur fætt börn áður og ætli náttúran sjái ekki um þetta með hjálp fólks sem veit hvað það er að gera. Maðurinn minn var 23 merkur þegar hann fæddist svo við fórum í vaxtarsónar, en það eru yfirgnæfandi líkur að þetta verði miðlungsbarn, ekki tröllabarn eins og Tómas.19. Hvernig ertu að takast á við líkamlegar breytingar? Er eitthvað sem kemur á óvart? Bara mjög vel þar til núna mjög nýlega. Ég var að ferðast um landið með burlesque-sýningu í júní og júlí, tók minn síðasta túrbó-gæsapartýkennsludag síðasta laugardag þar sem ég kenndi þrjá tíma, tvo burlesque og einn Beyoncé. Einnig hef verið að DJa í brúðkaupum í allt sumar.Ég er gríðarlega þakklát fyrir að geta þetta. Ég get enn farið í afturábak-kollhnís og splitt - en að reisa mig við upp úr rúmi er erfitt.20. Hvernig gengur að finna föt sem passa, hefur þú þurft að kaupa þér meðgöngufatnað? Ég keypti mér tvo galla og einn kjól. Annars er ég enn bara í mínum mjúkdýrafötum.21. Eru þið búin að ákveða nafn? Já, en svo vitum við ekkert hvort það passar við karakterinn sem mætir á svæðið.22. Ætlið þið á foreldranámskeið eða fæðingarnámskeið? Við ætlum á fæðingar- og brjóstagjafarnámskeið í september þegar flutningar eru yfirstaðnir.23. Finnur þú fyrir pressu að vera búin að kaupa allt og eiga allt? Já og nei. Við erum ótrúlega heppin með það að mikið af börnum eru í kringum okkur svo við fáum flest allt að láni. Mágur minn er nýlega eins árs og svo gaf Big Mike okkur alveg rosalega mikið dót, föt og burðargræju og alls konar. Hann er aðdáandi minn í New York. En það tekur alveg á að leiða hjá sér allt þetta sem VERÐUR AÐ KAUPA.24. Finnst þér óþægilegt þegar fólk snertir á þér kúluna? Ekki þegar vinir og fjölskylda gera það, þá finnst mér það eðlilegt og fallegt, og vona að hún finni fyrir mismunandi snertingu.En ókunnugt fólk má það alls ekki. Drukkið fólk er sérstaklega dónalegt. Þegar ég er á almannafæri er ég með hendurnar svona ofan á kúlunni til að geta karate-að þessar þreifingar í burtu. Af hverju er það ennþá svona óskírt að vinsamlega ekki koma við fólk án leyfis?25. Ertu í einhverjum bumbuhóp/mömmuhóp? Ég er í foreldrahóp með vinum í hverfinu sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Ég hef ekki áhuga á að vera í bumbuhóp með ókunnugu fólki. 26. Ertu búin að fá eitthvað æði fyrir einhverjum sérstökum mat? Bara dömplings en ég var nú þannig fyrir meðgöngu líka.27. Ertu búin að finna fyrir einhverjum meðgöngueinkennum? Bara skapsveiflum. Fyrirgefðu elsku Tómas.28. Hvenær er settur dagur? 29. september.29. Finnst þér eitthvað vanta í umræðuna, fræðslu fyrir ófrískar konur? Fræðslu um fæðingarorlof kvenna sem vinna sjálfstætt.Makamál þakka Margréti kærlega fyrir svörin og óska henni góðs gengis á lokametrunum. Allar ábendingar varðandi viðmælendur fyrir Móðurmál er hægt að senda á [email protected]. Móðurmál Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Ég sem fullkomin tík Fyrir ekki svo mörgum árum voru fyrstu kynni manns af manneskju yfirleitt alltaf augliti til auglitis. Við sáum fólk í fyrsta skipti nákvæmlega eins og það var þann daginn. Í dag stjórnum við því yfirleitt hvernig fólk sér okkur í fyrsta skipti. Eða réttara sagt hvernig það upplifir okkur í fyrsta skipti. Í gegnum skjáinn á símanum sínum. 15. ágúst 2019 22:00 Viltu gifast, Gógó Starr? Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda). 19. ágúst 2019 20:30 Símanotkun vandamál í níu af hverjum tíu samböndum Í síðustu viku var spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Niðurstöðurnar voru nokkuð sláandi. 16. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Makamál 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú ákveðið að fyrirgefa framhjáhald? Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgöngu. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Framundan hjá Margréti er örstutt frí frá danskennslu í Kramhúsinu, veislustjórn og burlesque. Hún hyggst svo koma fílelfd til leiks eftir áramót. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið við bæði verðandi og nýbakaðar mæður.Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu. 1. Nafn? Margrét Erla Maack.2. Aldur?35 ára. 3. Starf?Skemmtikerling og fjöllistadís. 4. Númer hvað er þessi meðganga?Mín fyrsta. Margrét Erla með kærastanum sínum Tómasi.5. Hvað ertu komin langt? 34 vikur. 6. Hvernig uppgötvaðir þú að þú værir ófrísk? Það kom upp smá grunur að ég gæti verið með PCOS, svo ég hætti á pillunni. Þegar ég kom svo til læknis að láta rannsaka sagði hann: „Já nei nei, hér er allt annað en frjósemisvandamál.” Þá var ég komin átta vikur á leið án þess að finna fyrir neinu. Þetta kom semsagt í fyrsta skoti.7. Hvernig voru fyrstu 12 vikurnar? Ég var skapstór en að öðru leyti líkamlega mjög hress. Hef kennt dans alla meðgönguna sem ég geri enn geri og hef ekki kastað upp einu sinni. Liggafokkinglái!8. Hvenær og hvernig tilkynntu þið meðgönguna? Ég rakst á systur mína í Kringlunni eftir læknisheimsóknina og sagði henni bara þar. Tómasi mínum tilkynnti ég bara mjög kasjúallí þegar hann spurði hvernig hefði verið hjá lækninum. Við fórum með mömmu og pabba út að borða á afmæli pabba og gáfum honum í afmælisgjöf skrín með nælu sem á stóð FÍLSUNGINN 2019. Það tók þau smástund að fatta.9. Fengu þið að vita kynið? Fyrir mig var það stór liður í að tengja við barnið - að geta sagt hann eða hún en ekki ÞAÐ. Svo veit ég auðvitað ekkert hvernig barnið upplifir sig þegar það er komið út. Við vissum einhvern veginn bæði strax að þetta væri stelpa - og svo var það staðfest. aðsend mynd10. Tilkynntu þið kynið með einhverri athöfn? Ég er rosalega lítið fyrir eitthvað svona. Ég bað til dæmis um að fá ekki barnasturtu (baby shower). Við sögðum bara fólki frá því sem vildi vita. 11. Ertu að nota eitthvað meðgönguapp? Ég nota Ovia, en eiginlega bara til að sjá hvað barnið mitt er stórt ef það væri dýr. Nú er það quokka. Sem er mjög krúttilegt dýr. Fyrir nokkrum vikum var hún jafnstór og beltisdýr án hala. Ekki eins krúttað. 12. Hvað hefur komið mest á óvart varðandi meðgönguna? Hvað klisjur um meðgöngu eru alltumlykjandi. Ertu ekki að gubba rosa mikið? Nei. Sækistu sérstaklega í einhvern mat? Nei. Ertu ekki að drepast í grindinni?13. Hver er algengasta spurningin sem þú færð frá fólki? Hvenær ég ætli að fara að slaka á. Svar: Í september. Ég verð að hreyfa mig, annars stífna ég upp og ég mæli ekki sérstaklega með skapinu í mér þegar ég er með fjárhagsáhyggjur.14. Hvernig finnst þér þjónusta heilbrigðiskerfisins við ófrískar konur vera? Í heilbrigðiskerfinu: Dásamleg. Hlýlegt og alúðlegt aðhald og mikill skilningur og stuðningur við að ekki allir upplifa meðgöngu eins, hvað varðar báða aðila.Fæðingarorlofssjóður er hins vegar ekki hannaður fyrir fólk sem vinnur sjálfstætt og erfitt að fá hrein og bein svör. Þeir mánuðir sem ég þarf að skila inn eru mánuðir sem var lítil innkoma hjá mér. Barnið var ekki sérstaklega planað, en velkomið. Ef ég ætti að eiga rétt á almennilegu orlofi þá hefði ég þurft að plana þetta alveg tveimur árum fram í tímann, sem margir gera, en þetta þýðir að það er erfiðara fyrir sjálfstætt starfandi að geta sinnt barnauppeldi af alúð þarna rétt eftir fæðingu. Laga þetta takk! Aðsend mynd15. Ertu í einhverri sérhæfðri líkamsrækt fyrir ófrískar konur? Nei. Að kenna magadans, Beyoncé, burlesque og Bollywood hefur algjörlega haldið mér í góðu formi, undirbúið mig vel fyrir meðgönguna og haldið mér góðri á meðgöngunni. Ég upplifði ekki grindarvesen fyrr en bara núna nýlega sem er eðlilegt. Þessi hreyfing sem ég hef sóst í sem gengur út á að liðka og styrkja grind, bak og maga hefur hentað gríðarlega vel til undirbúnings. Íris vinkona mín verður með meðgöngumagadans í Kramhúsinu í september, en ég mæli mikið með því.16. Hvað finnst þér erfiðast við að vera ófrísk? Að mega ekki borða ceviché og að þurfa mikla hjálp við líkamlega hluti. Við stöndum í flutningum og ég er rosalega vanvirk í þeim.17. Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera ófrísk? Að finna fyrir barninu. Mér líður eins og mennskum lavalampa. Það er fátt eins gaman og að borða og leggja sig, þessir litlu eðlilegu hlutir verða svo mikill lúxus. Mér finnst alltaf gaman að borða - en bragðskynið er ótrúlegt og hefur búið til ótrúlega matarupplifun á meðgöngu.Mér finnst líka gaman að rekast á aðrar ófrískar konur, við brosum sérstaklega til hvor annarar, eins og við séum í leynifélagi.Aðsend mynd18. Hvernig leggst fæðingin í þig? Hefur þú einhverja tilfinningu fyrir henni? Ég veit að fæðingin verður endapunktur á þessu en ég mun bara algjörlega gera það sem þarf að gera. Ég ætla bara á Landsspítalann og vonast til að vinir mínir verði á vakt. Ég er ekkert eitthvað SPENNT, en það hafa nú aðrar konur fætt börn áður og ætli náttúran sjái ekki um þetta með hjálp fólks sem veit hvað það er að gera. Maðurinn minn var 23 merkur þegar hann fæddist svo við fórum í vaxtarsónar, en það eru yfirgnæfandi líkur að þetta verði miðlungsbarn, ekki tröllabarn eins og Tómas.19. Hvernig ertu að takast á við líkamlegar breytingar? Er eitthvað sem kemur á óvart? Bara mjög vel þar til núna mjög nýlega. Ég var að ferðast um landið með burlesque-sýningu í júní og júlí, tók minn síðasta túrbó-gæsapartýkennsludag síðasta laugardag þar sem ég kenndi þrjá tíma, tvo burlesque og einn Beyoncé. Einnig hef verið að DJa í brúðkaupum í allt sumar.Ég er gríðarlega þakklát fyrir að geta þetta. Ég get enn farið í afturábak-kollhnís og splitt - en að reisa mig við upp úr rúmi er erfitt.20. Hvernig gengur að finna föt sem passa, hefur þú þurft að kaupa þér meðgöngufatnað? Ég keypti mér tvo galla og einn kjól. Annars er ég enn bara í mínum mjúkdýrafötum.21. Eru þið búin að ákveða nafn? Já, en svo vitum við ekkert hvort það passar við karakterinn sem mætir á svæðið.22. Ætlið þið á foreldranámskeið eða fæðingarnámskeið? Við ætlum á fæðingar- og brjóstagjafarnámskeið í september þegar flutningar eru yfirstaðnir.23. Finnur þú fyrir pressu að vera búin að kaupa allt og eiga allt? Já og nei. Við erum ótrúlega heppin með það að mikið af börnum eru í kringum okkur svo við fáum flest allt að láni. Mágur minn er nýlega eins árs og svo gaf Big Mike okkur alveg rosalega mikið dót, föt og burðargræju og alls konar. Hann er aðdáandi minn í New York. En það tekur alveg á að leiða hjá sér allt þetta sem VERÐUR AÐ KAUPA.24. Finnst þér óþægilegt þegar fólk snertir á þér kúluna? Ekki þegar vinir og fjölskylda gera það, þá finnst mér það eðlilegt og fallegt, og vona að hún finni fyrir mismunandi snertingu.En ókunnugt fólk má það alls ekki. Drukkið fólk er sérstaklega dónalegt. Þegar ég er á almannafæri er ég með hendurnar svona ofan á kúlunni til að geta karate-að þessar þreifingar í burtu. Af hverju er það ennþá svona óskírt að vinsamlega ekki koma við fólk án leyfis?25. Ertu í einhverjum bumbuhóp/mömmuhóp? Ég er í foreldrahóp með vinum í hverfinu sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Ég hef ekki áhuga á að vera í bumbuhóp með ókunnugu fólki. 26. Ertu búin að fá eitthvað æði fyrir einhverjum sérstökum mat? Bara dömplings en ég var nú þannig fyrir meðgöngu líka.27. Ertu búin að finna fyrir einhverjum meðgöngueinkennum? Bara skapsveiflum. Fyrirgefðu elsku Tómas.28. Hvenær er settur dagur? 29. september.29. Finnst þér eitthvað vanta í umræðuna, fræðslu fyrir ófrískar konur? Fræðslu um fæðingarorlof kvenna sem vinna sjálfstætt.Makamál þakka Margréti kærlega fyrir svörin og óska henni góðs gengis á lokametrunum. Allar ábendingar varðandi viðmælendur fyrir Móðurmál er hægt að senda á [email protected].
Móðurmál Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Ég sem fullkomin tík Fyrir ekki svo mörgum árum voru fyrstu kynni manns af manneskju yfirleitt alltaf augliti til auglitis. Við sáum fólk í fyrsta skipti nákvæmlega eins og það var þann daginn. Í dag stjórnum við því yfirleitt hvernig fólk sér okkur í fyrsta skipti. Eða réttara sagt hvernig það upplifir okkur í fyrsta skipti. Í gegnum skjáinn á símanum sínum. 15. ágúst 2019 22:00 Viltu gifast, Gógó Starr? Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda). 19. ágúst 2019 20:30 Símanotkun vandamál í níu af hverjum tíu samböndum Í síðustu viku var spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Niðurstöðurnar voru nokkuð sláandi. 16. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fer makinn þinn oft í taugarnar á þér? Makamál 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú ákveðið að fyrirgefa framhjáhald? Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Ég sem fullkomin tík Fyrir ekki svo mörgum árum voru fyrstu kynni manns af manneskju yfirleitt alltaf augliti til auglitis. Við sáum fólk í fyrsta skipti nákvæmlega eins og það var þann daginn. Í dag stjórnum við því yfirleitt hvernig fólk sér okkur í fyrsta skipti. Eða réttara sagt hvernig það upplifir okkur í fyrsta skipti. Í gegnum skjáinn á símanum sínum. 15. ágúst 2019 22:00
Viltu gifast, Gógó Starr? Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda). 19. ágúst 2019 20:30
Símanotkun vandamál í níu af hverjum tíu samböndum Í síðustu viku var spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Niðurstöðurnar voru nokkuð sláandi. 16. ágúst 2019 16:30