Þaulsætni kanslarinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2019 09:00 Angela Merkel hefur verið kanslari í fjórtán ár. Vísir/EPA Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Íslendingar undirbúa nú enn eina stórheimsókn ársins. Eftir að hafa tekið á móti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands og sjálfum Ed Sheeran, sem reyndar er tónlistarmaður, er röðin nú komin að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Já og reyndar leiðtogum hinna Norðurlandanna. Merkel kemur hingað sem sérstakur heiðursgestur á sumarfundi norrænu forsætisráðherranna og mun að auki funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra einni. Fyrirséð er að hún virði fyrir sér Þingvelli og Viðey. Fáir núverandi þjóðarleiðtogar hafa setið jafnlengi og Merkel. Hvað þá á Vesturlöndum. Hún tók við sem kanslari árið 2005 og mun, að öllu óbreyttu, sitja til ársins 2021. Þegar hún lætur af embætti eftir tvö ár verður hún komin upp í annað sæti á listanum yfir þaulsætnustu kanslarana. Með sextán ár líkt og Kohl og þannig einungis á eftir Otto von Bismarck, sem sat í 23 ár mínus einn dag. Að því er kom fram í úttekt Deutsche Welle á valdatíð kanslarans hefur Merkel-tíminn einkennst af stækkandi þýsku hagkerfi og minnkandi atvinnuleysi. Það sem hefur vakið mesta athygli er þó hvernig Merkel hefur tekist á við afar erfið pólitísk mál á borð við grísku kreppuna, sem ógnaði evrusvæðinu öllu, hina ólöglegu innlimun Rússa á Krímskaga, mikið flæði flóttafólks til Evrópu og uppgang þjóðernisöfgamanna í Þýskalandi. Merkel hefur getið sér góðan orðstír fyrir að koma á viðræðum á milli karpandi fylkinga og lýsir hinn fyrrnefndi þýski miðill henni sem afar færri í krísustjórnun. Hún hefur dregið Kristilega demókrata, alla jafna stærsta hægriflokk Þýskalands nútímans, inn á miðjuna. Til að mynda með því að opna dyrnar fyrir flóttafólki. Það bauð hins vegar upp á tækifæri fyrir öfgaflokkinn AfD og þótt útlit sé fyrir að Kristilegir demókratar verði stærstir í næstu kosningum, samkvæmt skoðanakönnunum, er fylgið langt frá þeim hæðum sem það náði þegar Merkel sótti 41,5 prósent atkvæða árið 2013. Áður en flóttamannakrísan náði hæðum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Sjá meira
Merkel kemur til Íslands í næstu viku Þýski kanslarinn verður sérstakur gestur fundar forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík á þriðjudag. 15. ágúst 2019 11:09