„Segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 14:29 Sveppi er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Úr safni Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður, oft þekktur sem Sveppi, kemur til með að fara með hlutverk eins þriggja ræningja í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd verður í apríl næstkomandi. Sverrir sagðist í samtali við Vísi spenntur fyrir verkefninu. „Bara einhvern tímann í sumar þá var komið að máli við mig,“ segir Sverrir. Aðspurður hvern ræningjanna hann muni leika, Kasper, Jesper eða Jónatan, þá sagðist hann hreint ekki viss. „Ég þarf nú aðeins að fara að kynna mér þessa gæja,“ segir Sverrir og hlær við. Hann segir uppsetningarferlið alls ekki komið langt á veg, enda enn þá um átta mánuðir í frumsýningu. „Það er eiginlega bara búið að spjalla um þetta.“Langt síðan síðast Aðspurður hvenær Sverrir hafi síðast leikið á sviði segir hann árin orðin þó nokkuð mörg. „Ætli það hafi ekki verið í Gauragangi.“ Gauragangur var sýndur í Þjóðleikhúsinu og var frumsýndur á vormánuðum 2010. Sverrir snýr því aftur á sviðið eftir tæplega tíu ára fjarveru. „Við getum orðað það þannig að ég man ekki hvernig það er að vera upptekinn í leikhúsi hverja helgi.“ Sviðið alltaf heillað Sverrir segir leik á sviði alltaf hafa heillað sig mikið og kveðst spenntur fyrir því að snúa aftur á fjalir leikhússins. „Það hentar mér ótrúlega vel að vera í sýningum sem eru fjölmennar. Mér finnst stemningin skemmtileg. Það er gaman að mæta, fara í búning, gefa fæv og vera hress,“ segir Sverrir og bætir við að í grunnin finnist honum skemmtilegt að leika hlutverk sem koma fólki til þess að hlæja, en það ætti ekki að koma neinum sem þekkir til Sverris og hans verka á óvart. „Það eru einhverjir sem segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði,“ segir Sverrir sem virðist kampakátur með komandi sýningu. „Svo er þetta bara klassískt verk. Það verður ótrúlega gaman að feta í fótspor ræningjanna,“ segir Sverrir. Samkvæmt heimildum Vísis stóð upprunalega til að Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, færi með hlutverk eins ræningja ásamt þeim Hallgrími Ólafssyni og Oddi Júlíussyni. Hann hafi hins vegar þurft að hverfa frá sýningunni og Sverrir að koma inn. Sverrir segir einfalda ástæðu fyrir því, Gói sé upptekinn í öðrum verkefnum innan Þjóðleikhússins. Meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson. Leikhús Menning Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður, oft þekktur sem Sveppi, kemur til með að fara með hlutverk eins þriggja ræningja í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd verður í apríl næstkomandi. Sverrir sagðist í samtali við Vísi spenntur fyrir verkefninu. „Bara einhvern tímann í sumar þá var komið að máli við mig,“ segir Sverrir. Aðspurður hvern ræningjanna hann muni leika, Kasper, Jesper eða Jónatan, þá sagðist hann hreint ekki viss. „Ég þarf nú aðeins að fara að kynna mér þessa gæja,“ segir Sverrir og hlær við. Hann segir uppsetningarferlið alls ekki komið langt á veg, enda enn þá um átta mánuðir í frumsýningu. „Það er eiginlega bara búið að spjalla um þetta.“Langt síðan síðast Aðspurður hvenær Sverrir hafi síðast leikið á sviði segir hann árin orðin þó nokkuð mörg. „Ætli það hafi ekki verið í Gauragangi.“ Gauragangur var sýndur í Þjóðleikhúsinu og var frumsýndur á vormánuðum 2010. Sverrir snýr því aftur á sviðið eftir tæplega tíu ára fjarveru. „Við getum orðað það þannig að ég man ekki hvernig það er að vera upptekinn í leikhúsi hverja helgi.“ Sviðið alltaf heillað Sverrir segir leik á sviði alltaf hafa heillað sig mikið og kveðst spenntur fyrir því að snúa aftur á fjalir leikhússins. „Það hentar mér ótrúlega vel að vera í sýningum sem eru fjölmennar. Mér finnst stemningin skemmtileg. Það er gaman að mæta, fara í búning, gefa fæv og vera hress,“ segir Sverrir og bætir við að í grunnin finnist honum skemmtilegt að leika hlutverk sem koma fólki til þess að hlæja, en það ætti ekki að koma neinum sem þekkir til Sverris og hans verka á óvart. „Það eru einhverjir sem segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði,“ segir Sverrir sem virðist kampakátur með komandi sýningu. „Svo er þetta bara klassískt verk. Það verður ótrúlega gaman að feta í fótspor ræningjanna,“ segir Sverrir. Samkvæmt heimildum Vísis stóð upprunalega til að Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, færi með hlutverk eins ræningja ásamt þeim Hallgrími Ólafssyni og Oddi Júlíussyni. Hann hafi hins vegar þurft að hverfa frá sýningunni og Sverrir að koma inn. Sverrir segir einfalda ástæðu fyrir því, Gói sé upptekinn í öðrum verkefnum innan Þjóðleikhússins. Meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson.
Leikhús Menning Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið