Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:29 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“ Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49
Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45
Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20