Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 15:08 Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag. Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag.
Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33