Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 10:36 Taika Waititi fer sjálfur með hlutverk Hitlers í myndinni. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna. Disney Hollywood Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna.
Disney Hollywood Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið