Íslendingar ekki lengur meðal eigenda Tiger í Noregi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:45 Vöruúrvalið í Flying Tiger Copenhagen, sem hét áður Tiger, er fjölbreytt. Getty/Jeff Greenberg Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum. Noregur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Sænski fjárfestingasjóðurinn EQT hefur keypt allt hlutafé í TGR Norway, félaginu sem rekur smávöruverslanirnar Flying Tiger Copenhagen í Noregi. Félagið var áður í helmings eigu Zebra A/S og hins íslenska FM Framtak ehf en ekki fylgir sögunni hvað EQT greiddi þeim Finni Magnússyni og Ástu Henriksdóttur, eigendum Framtaks, fyrir hlut þeirra í TGR Norway. Frá þessu greinir norski viðskiptavefurinn E24 og setur í samhengi við rektrarvanda Flying Tiger Copenhagen þar í landi. Reksturinn á að hafa gengið vel fram til ársins 2017, sem endurspeglaðist meðal annars í opnun tuga nýrra verslana, en síðan hafi syrt í álinn. Tvö síðustu ársuppgjör beri með sér taprekstur upp á næstum 50 milljónir norskra króna, um 670 milljónir íslenskra króna, og skammtímaskuldir upp á næstum 100 milljónir norskra. Nú er svo komið að Flying Tiger Copenhagen mun þurfa að loka útibúum í Noregi til að bregðast við stöðunni. Hversu mörgum liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Auk þess verður hluta skulda breytt í hlutafé, sem leiðir m.a. til þess að hlutur fyrrnefnds Zebra A/S, sem er í meirihlutaeigu sænska sjóðsins EQT, mun aukast. Samhliða þessum vendingum ber ársreikningur TGR Norway með sér að EQT hafi keypt FM Framtak út úr rekstrinum. TGR Norway, og um leið verslanir Flying Tiger Copenhagen í Noregi, eru þannig algjörlega í eigu sænska sjóðsins. Að sögn E24 liggur hins vegar ekki fyrir hvað EQT greiddi fyrir hlut FM Framtaks. Ársreikningur íslenska félagsins, sem átti sem fyrr segir helmingshlut í TGR Norway, gefur til kynna að TGR hafi verið metið á rúmar 467 milljónir króna. Tap Framtaks á síðasta ári nam tæplega 354 milljónum króna, eftir næstum 18 milljón króna hagnað árið áður. Mestu munar þar um breytingar á afkomu af eignarhlutum í hlutdeildarfélögum, sem var jákvæð um rúmar 53 milljónir árið 2017 en neikvæð um 480 milljónir í fyrra. Skýrist það einkum af hlutdeild FM Framtaks í TGR. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 298 milljónum króna og bókfært eigið fé í lok ársins var neikvætt 67 milljónir. Tiger Ísland ehf., sem fer með rekstur fimm verslana Flying Tiger Copenhagen á Íslandi, er sem fyrr í 100% eigu Zebra A/S. Hagnaður Tiger Íslands árið 2018 eftir reiknaða skatta voru næstum 4 milljónir króna og hrein eign í árslok nam um 217 milljónum.
Noregur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira