Mikilvægt skref fyrir leikjaiðnað Vignir Örn Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:15 Samtök leikjaframleiðenda fagna því að nú sé hafið nám í tölvuleikjagerð í nýjum menntaskóla Keilis á Ásbrú. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi hefur verið áherslumál hjá samtökunum í nokkur ár og munu samtökin veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins. Námið gerir nemendum kleift að komast í tæri við fjölbreytt viðfangsefni tölvuleikjagerðar og öðlast grundvallarfærni í faginu fyrr á lífsleiðinni. Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu, alls 45 nemendur. Það er ekki að ástæðulausu að nemendur sýni tölvuleikjagerð og leikjaiðnaði áhuga. Á alþjóðavísu veltir leikjaiðnaður í dag meira en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður til samans, um 43,8 milljörðum Bandaríkjadollara eða rúmlega 5.000 milljörðum króna. Tölvuleikir leika því stærsta hlutverkið í afþreyingariðnaði, sérstaklega hjá upprennandi kynslóðum. Mikil gróska hefur verið í íslenskum leikjaiðnaði síðastliðinn áratug. Fjöldi virkra leikjafyrirtækja á Íslandi hefur farið úr 5 í 19 á síðustu 10 árum. Í leikjaiðnaði starfa yfir 300 manns. Leikjaiðnaður er einstaklega hagrænn og skapandi iðnaður sem gengur ekki á auðlindir, byggir alfarið á hugviti, þarfnast fjölbreytts vinnuafls, býður há laun fyrir hæft starfsfólk og tekur nánast alla sína veltu erlendis frá, eða um 98% að meðaltali síðustu 10 ár. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi er því sannarlega liður í að styrkja stoðir og grasrót leikjaiðnaðar hér á landi. Samtök leikjaframleiðenda vilja koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna menntaskóla Keilis á Ásbrú fyrir eljusemi og þrek í að koma brautinni á laggirnar. Kerfið sagði nei í nokkur ár, en með nýrri forystu í menntamálum á Íslandi opnuðust dyr fyrir framsækið nám sem mætir eftirspurn hjá bæði nemendum og atvinnulífi. Samtökin vilja því færa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakar þakkir fyrir að taka af skarið og láta námið verða að veruleika. Það er til marks um opinn hug og sýn ráðherra á hugvitsdrifnar náms- og atvinnugreinar.Höfundur er formaður Samtaka leikjaframleiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Tækni Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Samtök leikjaframleiðenda fagna því að nú sé hafið nám í tölvuleikjagerð í nýjum menntaskóla Keilis á Ásbrú. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi hefur verið áherslumál hjá samtökunum í nokkur ár og munu samtökin veita faglega ráðgjöf við framkvæmd námsins. Námið gerir nemendum kleift að komast í tæri við fjölbreytt viðfangsefni tölvuleikjagerðar og öðlast grundvallarfærni í faginu fyrr á lífsleiðinni. Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu, alls 45 nemendur. Það er ekki að ástæðulausu að nemendur sýni tölvuleikjagerð og leikjaiðnaði áhuga. Á alþjóðavísu veltir leikjaiðnaður í dag meira en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður til samans, um 43,8 milljörðum Bandaríkjadollara eða rúmlega 5.000 milljörðum króna. Tölvuleikir leika því stærsta hlutverkið í afþreyingariðnaði, sérstaklega hjá upprennandi kynslóðum. Mikil gróska hefur verið í íslenskum leikjaiðnaði síðastliðinn áratug. Fjöldi virkra leikjafyrirtækja á Íslandi hefur farið úr 5 í 19 á síðustu 10 árum. Í leikjaiðnaði starfa yfir 300 manns. Leikjaiðnaður er einstaklega hagrænn og skapandi iðnaður sem gengur ekki á auðlindir, byggir alfarið á hugviti, þarfnast fjölbreytts vinnuafls, býður há laun fyrir hæft starfsfólk og tekur nánast alla sína veltu erlendis frá, eða um 98% að meðaltali síðustu 10 ár. Nám í tölvuleikjagerð á framhaldsskólastigi er því sannarlega liður í að styrkja stoðir og grasrót leikjaiðnaðar hér á landi. Samtök leikjaframleiðenda vilja koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna menntaskóla Keilis á Ásbrú fyrir eljusemi og þrek í að koma brautinni á laggirnar. Kerfið sagði nei í nokkur ár, en með nýrri forystu í menntamálum á Íslandi opnuðust dyr fyrir framsækið nám sem mætir eftirspurn hjá bæði nemendum og atvinnulífi. Samtökin vilja því færa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakar þakkir fyrir að taka af skarið og láta námið verða að veruleika. Það er til marks um opinn hug og sýn ráðherra á hugvitsdrifnar náms- og atvinnugreinar.Höfundur er formaður Samtaka leikjaframleiðenda.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun