Telur ekki ólöglegt að reykja kannabis í sínum húsum Jakob Bjarnar skrifar 26. ágúst 2019 14:41 Gísli telur dóminn stangast á við stjórnarskrá. Maðurinn var ekki að vinna neinum öðrum skaða með því að reykja kannabis á sínu heimili. Getty/rez-art/Fbl/Anton Brink „Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu. Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Þessu verður væntanlega áfrýjað,“ segir Gísli Tryggvason lögmaður. En, nýverið féll dómur í héraði yfir skjólstæðingi hans í máli sem má heita athyglisvert. Maður nokkur búsettur í Hafnarfirði var dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, að hafa 31. maí 2017, haft í vörslu sinni samtals 19,19 g af maríhúana, 69,56 g af kannabislaufum og 0,72 g af amfetamíni sem lögregla fann við leit í íbúð ákærða. Hann var dæmdur til að greiða 272.000 króna sekt í ríkissjóð en tuttugu daga fangelsi komi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.Telur dóminn stangast á við stjórnarskrá Samkvæmt gögnum málsins bárust lögreglu upplýsingar um fíkniefnanotkun á heimili ákærða. Lögregla fór á vettvang og þar var ákærði handtekinn. Ákærði neitaði lögreglu um heimild til leitar í íbúðinni og var hún í framhaldi af því innsigluð og læst. Lögregla mun svo hafa fengið dómsúrskurð með heimild til leitar í íbúðinni og leitað þar í framhaldi af því. Gísli telur að vísa hefði átt málinu frá eða sýkna að teknu tilliti til stjórnarskrár. „Sakfelling er byggð á huglægri stjórnarskrárskýringu, það er hvað meinti stjórnarskrárgjafinn, sem ég tel ekki standast kenningar í stjórnlagafræði og fjölmörg fordæmi Hæstaréttar á sviði stjórnskipunarréttar um að stjórnarskrána eigi að skýra hlutlægri textaskýringu,“ segir Gísli: Hvað felst almennt í orðum ákvæðisins.Úr stjórarskrá.Gísli er að tala um 71. grein stjórnarskrárinnar þar sem talað er um friðhelgi einkalífs og heimilis. Og aldrei hafi annað verið inni í myndinni en að um væri að ræða vörsluskammta sem maðurinn ætlaði til eigin neyslu. Gísli segir að stjórnarskráin tryggi mönnum rétt til að gera hvað sem er í heimahúsum svo fremi sem það skerðir ekki réttindi annarra.Maðurinn ekki að valda neinum öðrum skaða „Dómarinn segir réttilega að menn hafi ekki meint þetta með stjórnarskrárbreytingunni 1995 en eiga menn að túlka stjórnarskrána eftir því hvað þeir sem hana skrifuðu meintu eða hvað stendur í henni?“ spyr Gísli sem telur sjálfsagt að bera þetta undir Landsrétt og fá úr því skorið; hvort túlka eigi stjórnarskrána samkvæmt orðanna hljóðan, huglægt eða hlutlægt.En, gæti þessi nálgun ekki hreinlega orðið til að binda hendur lögreglu, að henni sé gert ókleyft að sinna sínum störfum?„Í þessu máli var aldrei grunur um sölu heldur bara neyslu og vörslu. Þess þá heldur ætti ekki að vera hægt að framkvæma húsleit og halda manninum yfir nótt þegar niðurstaðan er svo þessi að hann fær smá sekt fyrir að hafa reykt kannabis í skjóli síns heimilis,“ segir Gísli sem vill meina að ótvírætt sé að maðurinn hafi aldrei ætlað, né var það til umræðu, að hann væri að selja, eða dreifa eða valda öðrum skaða með athæfi sínu.
Dómsmál Hafnarfjörður Kannabis Lögreglumál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira