Litli maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2019 10:00 Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hljóp svo hratt að gangandi maður tók fram úr mér. Maður á líklega ekki að segja frá þessu en mér til málsbóta var ég að fara upp brekku, sem er minn helsti veikleiki. En það er allt í lagi. Ég þarf engin númer á palli eða medalíur. Minn hvati er að komast í tæri við náttúruna og fylla á súrefnistankinn. Og fá stinnari rass. Hreyfing er vanmetin hjá helmingi landsmanna sem fær ekki næga hreyfingu skv. Embætti landlæknis. Eftir góða hreyfingu eykst grunnefnaskiptahraði okkar í allt að tvo sólarhringa. Og ef hægt væri að setja allt það sem hreyfing gerir fyrir okkur í pillu myndi enginn hika við að taka hana: Hjartað styrkist, blóðþrýstingur og kólesteról lækka, lungun taka betur upp súrefni, líkur á krabbameini, sykursýki og heilablóðfalli minnka. Minnið batnar, þú sefur betur og ert glaðari. Þetta er brot af hinum jákvæðu hliðarverkunum hreyfingar. Þeir sem hreyfa sig reglulega – en ofgera sér ekki – geta sem sagt átt von á því að lifa lengra og betra lífi. Við áreynslu nýtir líkaminn allt að tuttugufalt meira súrefni og það er kaldhæðni að á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon, fjölmennasti íþróttaviðburður landsins, á sér stað brenna súrefnislindir okkar. Fleiri en 74 þúsund skógareldar hafa geisað í Amason-regnskógum Brasilíu það sem af er þessu ári en fimmtungur súrefnis kemur þaðan. Maður upplifir sig veikmátta í þeirri vá sem við erum þarna minnt á. En maður er aldrei svo veikmátta að geta ekki haft áhrif. Við getum styrkt góðgerðarfélög eins og Rainforest Alliance til að stöðva eldana og í maraþoninu var mörgum góðum málefnum lagt lið með framlögum. Þar sannaðist að við litlu mennirnir getum haft áhrif – með eða án medalíu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun