Segja það vera kjaftæði að þeir sem neyta eiturlyfja komi frá verri heimilum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 14:03 Kristján Ernir Björgvinsson, Sólrún Freyja Sen og Eyþór Gunnlaugsson eru framleiðendur nýrra þátta um neyslu. Þau stigu fram með sögu sína í Íslandi í dag. „Það er kjaftæði að þeir sem prófa eiturlyf komi bara frá verri heimilum. Það er einnig staðreynd að þeir sem neyta eiturlyfja eru oftast að selja þau líka." Þetta segja framleiðendur Óminnis sem fer í loftið á Stöð 2 í september. Þau eru öll nýskriðin yfir tvítugt, byrjuðu öll að fikta á unglingsárum, náðu að hætta áður en vandamálið varð of óyfirstíganlegt en þekkja þennan heim betur en flestir. „Þetta er dekkri og ljótari veröld en flesta grunar og ofbeldi, í öllum myndum, er daglegt brauð,“ segja krakkarnir sem sögðu sögu sína í Íslandi í dag. „Ég kem frá rosalega góðu heimili og hef alltaf staðið mig vel í skóla og alltaf plumað mig í öllu sem ég geri og aldrei nein vandræði þar en svona í kringum þrettán ára aldurinn þegar jafnaldrar mínir fara að fikta við að drekka og ég líka þá bara gerist eitthvað hjá mér og ég missi bara alla stjórn mjög snemma,“ segir Kristján Ernir Björgvinsson einn þriggja framleiðenda. Drykkjan hefði orðið stjórnlaus. Hann hætti að mæta í skólann og fljótlega byrjaði hann að neyta sterkari efna og allt klúðraðist eins og hann orðaði það sjálfur.Kristján er einn þriggja framleiðenda.Vildi tilheyra hópnum Eyþór Gunnlaugsson lýsir því hvenær fór að síga á ógæfuhliðina hjá honum. „Þegar ég byrjaði í menntaskóla þá var ég bara eins og flest allir aðrir að fikta við drykkju og ég hugsaði mig ekkert tvisvar um það, fannst það bara vera mjög venjulegt og fólki í krinum mann fannst það bara mjög venjulegt. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart á þessum aldri, 16-18 ára, er þegar ég fór að taka eftir því hvað það var mikið um að fólk væri að taka fíkniefni á djamminu. Maður náttúrulega tók þátt í því og vildi vera partur af hópnum og fá samþykki frá öðrum og eitthvað svoleiðis. Ég hef alltaf verið dálítið lítill í mér og alltaf að leitast eftir því,“ segir Eyþór Gunnlaugsson. Hann segist hafa verið svokallaður „djamm-dópari“, ekki fundist það neitt sérstaklega hættulegt en fljótlega hafi hann byrjað að taka kvíðastillandi lyf sem séu í mikilli dreifingu hjá ungu fólki og í tísku. „Þá fer eiginlega allt úr böndunum og allt fór á versta veg. Þá eiginlega fékk ég að kynnast því hvernig undirheimarnir virka í raun og veru, var frekar ljótur og það er einhver staður sem ég myndi aldrei vilja fara aftur á eftir að ég náði að koma mér upp úr þessu.“ Eyþór náði sér á strik fyrir ári síðan og hefur notið lífsins edrú. Með þáttunum vill hann leggja sitt af mörkum til að sýna foreldrum barna og unglinga inn í þennan falda heim. Fræðsla og forvarnir séu alltaf til bóta.Eyþór veit af eigin reynslu að skammir virka ekki. Foreldrar hans tóku honum vel þegar hann leitað til þeirra.Fiktari sem fór ekki lengra Sólrún Freyja Sen, unga konan í hópnum, segist hafa náð að stoppa sig af áður en hún ánetjaðist fíkniefnum. „Ég hef nú fyrst og fremst bara verið að fikta við ólögleg fíkniefni og ekkert verið þannig séð í vanda með þau en ég hef fyrst og fremst reynslu sem aðstandandi. Ég á marga vini sem hafa lent í þessu og ég á líka fólk sem eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eru í þessu eða voru í þessu,“ segir Sólrún.Sólrún segir að krakkar í neyslu átti sig sjaldnast á því að ofsafengin viðbrögð foreldra skýrist af hræðslu.Hún segist hafa verið fiktari sem fór ekki lengra, en það hefði þó alveg eins getað gerst. Þau vilja sýna með þáttunum gefa fólki innsýn inn í undirheimana og fá fólk til að skilja að um veikindi sé að ræða og sýna hvers vegna: „Þú getur ekki stjórnað þeim og til að þeir verði ekki meðvirkir og svoleiðis,“ útskýrir Sólrún. Krakkarnir segja að algengt sé að foreldrar haldi að börnin sín geti ekki ánetjast ólöglegum fíkniefnum. Slíkt gerist bara hjá börnum sem koma frá erfiðari heimilum, eru í vondum félagskap og eiga óupplýsta foreldra. Þetta segja þessi þrjú vera „algjört kjaftæði.“ Þau segjast þekkja fjöldann allan af venjulegum krökkum sem koma frá venjulegum heimilum sem bæði fikta og ánetjast. Það sem skipti mestu máli í þessu séu forvarnir og að foreldrar fræðist um vandanna og séu meðvitaðir um allt sem sé í gangi. „Þetta er allt öðruvísi en þetta var í gamla daga. Þetta er ekki lengur sölumaðurinn á horninu. Þetta er allt komið á netið. Eins og er búið að tala um og ég hef fengið staðfest hjá lögreglu og viðmælendum að það tekur þig styttri tíma að fá eiturlyf heim til þín en að panta pizzu. Þannig er bara staðan í dag. Ef barnið þitt eða einhver er að leitast eftir því að komast yfir eiturlyf þá getur hann gert það,“ segir Eyþór. Margir foreldrar telja sig meðvitaða og að þeir myndu fatta ef börnin þeirra væru í neyslu. „Ef þú vilt komast að því hvernig þú átt að komast upp með neyslu þá geturðu gert það. Þú getur komist að því hvernig á að svindla á pissuprufum, það er allt hægt og ég nýtti mér það til fulls,“ viðurkennir Kristján. Skammir komi í veg fyrir að börnin leiti til foreldra Ein af ástæðunum fyrir því að Eyþór veigraði sér við því að segja foreldrum sínum frá því að hann væri að fikta í eiturlyfjum er sú að hann óttaðist viðbrögð þeirra. „Ég var alltaf skíthræddur við það að ég yrði hundskammaður fyrir þetta þannig að maður var náttúrulega alltaf að fela þetta,“ segir Eyþór sem sagði loksins foreldrum sínum allt af létta þegar hann hafði burðast með sektarkennd í langan tíma. Eyþór segir að þess vegna sé lykilatriði að foreldrar láti börnin sín vita að þeim sé óhætt að leita til þeirra. Öll þrjú leggja áherslu á samtal foreldra og barna. Skammir og hótanir séu engin lausn. „Þegar maður er 14, 15 ára þá bara virkar það eki þannig. Þú túlkar ekki reiði foreldra þinna sem eitthað svona, já ég ætla að fara að standa mig betur og hætta að reykja gras,“ útskýrir Sólrún. Krakkarnir geri sér jafnan ekki grein fyrir því að ofsafengin viðbrögðin skýrist af hræðslu. Þættirnir Óminni verða sýndir á Stöð 2 þann 3. 10. Og 17. september. Krakkarnir hvetja alla foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum og ræða við þau að þáttunum loknum. Fíkn Ísland í dag Óminni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
„Það er kjaftæði að þeir sem prófa eiturlyf komi bara frá verri heimilum. Það er einnig staðreynd að þeir sem neyta eiturlyfja eru oftast að selja þau líka." Þetta segja framleiðendur Óminnis sem fer í loftið á Stöð 2 í september. Þau eru öll nýskriðin yfir tvítugt, byrjuðu öll að fikta á unglingsárum, náðu að hætta áður en vandamálið varð of óyfirstíganlegt en þekkja þennan heim betur en flestir. „Þetta er dekkri og ljótari veröld en flesta grunar og ofbeldi, í öllum myndum, er daglegt brauð,“ segja krakkarnir sem sögðu sögu sína í Íslandi í dag. „Ég kem frá rosalega góðu heimili og hef alltaf staðið mig vel í skóla og alltaf plumað mig í öllu sem ég geri og aldrei nein vandræði þar en svona í kringum þrettán ára aldurinn þegar jafnaldrar mínir fara að fikta við að drekka og ég líka þá bara gerist eitthvað hjá mér og ég missi bara alla stjórn mjög snemma,“ segir Kristján Ernir Björgvinsson einn þriggja framleiðenda. Drykkjan hefði orðið stjórnlaus. Hann hætti að mæta í skólann og fljótlega byrjaði hann að neyta sterkari efna og allt klúðraðist eins og hann orðaði það sjálfur.Kristján er einn þriggja framleiðenda.Vildi tilheyra hópnum Eyþór Gunnlaugsson lýsir því hvenær fór að síga á ógæfuhliðina hjá honum. „Þegar ég byrjaði í menntaskóla þá var ég bara eins og flest allir aðrir að fikta við drykkju og ég hugsaði mig ekkert tvisvar um það, fannst það bara vera mjög venjulegt og fólki í krinum mann fannst það bara mjög venjulegt. Það sem kom mér eiginlega mest á óvart á þessum aldri, 16-18 ára, er þegar ég fór að taka eftir því hvað það var mikið um að fólk væri að taka fíkniefni á djamminu. Maður náttúrulega tók þátt í því og vildi vera partur af hópnum og fá samþykki frá öðrum og eitthvað svoleiðis. Ég hef alltaf verið dálítið lítill í mér og alltaf að leitast eftir því,“ segir Eyþór Gunnlaugsson. Hann segist hafa verið svokallaður „djamm-dópari“, ekki fundist það neitt sérstaklega hættulegt en fljótlega hafi hann byrjað að taka kvíðastillandi lyf sem séu í mikilli dreifingu hjá ungu fólki og í tísku. „Þá fer eiginlega allt úr böndunum og allt fór á versta veg. Þá eiginlega fékk ég að kynnast því hvernig undirheimarnir virka í raun og veru, var frekar ljótur og það er einhver staður sem ég myndi aldrei vilja fara aftur á eftir að ég náði að koma mér upp úr þessu.“ Eyþór náði sér á strik fyrir ári síðan og hefur notið lífsins edrú. Með þáttunum vill hann leggja sitt af mörkum til að sýna foreldrum barna og unglinga inn í þennan falda heim. Fræðsla og forvarnir séu alltaf til bóta.Eyþór veit af eigin reynslu að skammir virka ekki. Foreldrar hans tóku honum vel þegar hann leitað til þeirra.Fiktari sem fór ekki lengra Sólrún Freyja Sen, unga konan í hópnum, segist hafa náð að stoppa sig af áður en hún ánetjaðist fíkniefnum. „Ég hef nú fyrst og fremst bara verið að fikta við ólögleg fíkniefni og ekkert verið þannig séð í vanda með þau en ég hef fyrst og fremst reynslu sem aðstandandi. Ég á marga vini sem hafa lent í þessu og ég á líka fólk sem eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eru í þessu eða voru í þessu,“ segir Sólrún.Sólrún segir að krakkar í neyslu átti sig sjaldnast á því að ofsafengin viðbrögð foreldra skýrist af hræðslu.Hún segist hafa verið fiktari sem fór ekki lengra, en það hefði þó alveg eins getað gerst. Þau vilja sýna með þáttunum gefa fólki innsýn inn í undirheimana og fá fólk til að skilja að um veikindi sé að ræða og sýna hvers vegna: „Þú getur ekki stjórnað þeim og til að þeir verði ekki meðvirkir og svoleiðis,“ útskýrir Sólrún. Krakkarnir segja að algengt sé að foreldrar haldi að börnin sín geti ekki ánetjast ólöglegum fíkniefnum. Slíkt gerist bara hjá börnum sem koma frá erfiðari heimilum, eru í vondum félagskap og eiga óupplýsta foreldra. Þetta segja þessi þrjú vera „algjört kjaftæði.“ Þau segjast þekkja fjöldann allan af venjulegum krökkum sem koma frá venjulegum heimilum sem bæði fikta og ánetjast. Það sem skipti mestu máli í þessu séu forvarnir og að foreldrar fræðist um vandanna og séu meðvitaðir um allt sem sé í gangi. „Þetta er allt öðruvísi en þetta var í gamla daga. Þetta er ekki lengur sölumaðurinn á horninu. Þetta er allt komið á netið. Eins og er búið að tala um og ég hef fengið staðfest hjá lögreglu og viðmælendum að það tekur þig styttri tíma að fá eiturlyf heim til þín en að panta pizzu. Þannig er bara staðan í dag. Ef barnið þitt eða einhver er að leitast eftir því að komast yfir eiturlyf þá getur hann gert það,“ segir Eyþór. Margir foreldrar telja sig meðvitaða og að þeir myndu fatta ef börnin þeirra væru í neyslu. „Ef þú vilt komast að því hvernig þú átt að komast upp með neyslu þá geturðu gert það. Þú getur komist að því hvernig á að svindla á pissuprufum, það er allt hægt og ég nýtti mér það til fulls,“ viðurkennir Kristján. Skammir komi í veg fyrir að börnin leiti til foreldra Ein af ástæðunum fyrir því að Eyþór veigraði sér við því að segja foreldrum sínum frá því að hann væri að fikta í eiturlyfjum er sú að hann óttaðist viðbrögð þeirra. „Ég var alltaf skíthræddur við það að ég yrði hundskammaður fyrir þetta þannig að maður var náttúrulega alltaf að fela þetta,“ segir Eyþór sem sagði loksins foreldrum sínum allt af létta þegar hann hafði burðast með sektarkennd í langan tíma. Eyþór segir að þess vegna sé lykilatriði að foreldrar láti börnin sín vita að þeim sé óhætt að leita til þeirra. Öll þrjú leggja áherslu á samtal foreldra og barna. Skammir og hótanir séu engin lausn. „Þegar maður er 14, 15 ára þá bara virkar það eki þannig. Þú túlkar ekki reiði foreldra þinna sem eitthað svona, já ég ætla að fara að standa mig betur og hætta að reykja gras,“ útskýrir Sólrún. Krakkarnir geri sér jafnan ekki grein fyrir því að ofsafengin viðbrögðin skýrist af hræðslu. Þættirnir Óminni verða sýndir á Stöð 2 þann 3. 10. Og 17. september. Krakkarnir hvetja alla foreldra til að horfa á þættina með börnunum sínum og ræða við þau að þáttunum loknum.
Fíkn Ísland í dag Óminni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira