Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 11:00 Disney+ er ný streymisveita. Nordicphotos/Getty Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. Þetta sagði í greiningu The Verge á markaðnum í gær. Eitt helsta merkið um að Disney+, nýja streymisveitan, ætli að reyna að skera sig úr felst í þeirri ákvörðun að nýir þættir verða ekki birtir allir á sama tíma. Þess í stað verður haldið í þá áratugagömlu venju að birta einn og einn þátt á sama tíma í hverri viku. Þetta er reyndar nákvæmlega það sama og Hulu gerir, utan þess að Hulu birtir fyrstu þrjá þættina á sama tíma, og HBO Now sömuleiðis. Þá er búist við því að Apple fylgi í þessi fótspor þegar Apple TV Plus fer í loftið í haust. Með því að gefa þætti út einn í einu vonast Disney væntanlega til þess að halda áskrifendum lengur. Þeir horfi ekki á heila seríu á einum mánuði og segi svo upp áskrift. Ágætishliðarverkun er svo að umræðan um höskuldarviðvaranir verður vonandi örlítið minna hávær þar sem fólk mun væntanlega frekar horfa á þættina á svipuðum hraða og aðrir. Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. Þetta sagði í greiningu The Verge á markaðnum í gær. Eitt helsta merkið um að Disney+, nýja streymisveitan, ætli að reyna að skera sig úr felst í þeirri ákvörðun að nýir þættir verða ekki birtir allir á sama tíma. Þess í stað verður haldið í þá áratugagömlu venju að birta einn og einn þátt á sama tíma í hverri viku. Þetta er reyndar nákvæmlega það sama og Hulu gerir, utan þess að Hulu birtir fyrstu þrjá þættina á sama tíma, og HBO Now sömuleiðis. Þá er búist við því að Apple fylgi í þessi fótspor þegar Apple TV Plus fer í loftið í haust. Með því að gefa þætti út einn í einu vonast Disney væntanlega til þess að halda áskrifendum lengur. Þeir horfi ekki á heila seríu á einum mánuði og segi svo upp áskrift. Ágætishliðarverkun er svo að umræðan um höskuldarviðvaranir verður vonandi örlítið minna hávær þar sem fólk mun væntanlega frekar horfa á þættina á svipuðum hraða og aðrir.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira