Ópera um alvöru tilfinningar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 11:15 Eyrún og Andri á sviði Þjóðleikhússins. Fréttablaðið/Anton Brink Hin sívinsæla ópera Brúðkaup Fígarós verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu eftir viku, laugardaginn 7. september. Meðal söngvara í óperunni eru Andri Björn Róbertsson sem fer með hlutverk Fígarós og Eyrún Unnarsdóttir sem er í hlutverki greifynjunnar. Bæði syngja í fyrsta sinn hjá Íslensku óperunni. Andri býr á Englandi og syngur víða um Evrópu og Eyrún býr í Vínarborg þar sem hún lauk nýlega söngnámi. Mozart er eitt af uppáhaldstónskáldum þeirra beggja. „Að fá að debútera hér í hlutverki greifynjunnar er draumi líkast. Það er líka dásamlegt að fá að vera hér í Þjóðleikhúsinu með allri þeirri tækni sem hér er til staðar,“ segir Eyrún. Andri segist vera í draumahlutverki sínu. „Ég átti mér þann draum að þegar ég kæmi loks heim að syngja fyrir Íslensku óperuna þá yrði það þetta hlutverk. Þessi ópera er eitt af meistarastykkjum Mozarts. Þar er mikið af aríum og samsöngsatriðum sem fólk þekkir og Mozart leiðir söguna meistaralega í gegnum músíkina. Hlutverkið mitt, Fígaró, er draumahlutverk og fyrir mína raddtýpu eitt af stóru óperuhlutverkunum.“Styrkur kvenna Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais. Hinn kvensami greifi Almaviva rennir hýru auga til Súsönnu, sem er þjónustustúlka eiginkonu hans. Daginn sem Súsanna á að giftast Fígaró hyggst greifinn nýta sér aldagamlan herrarétt til að sænga hjá henni. Greifafrúin og Súsanna taka höndum saman um að leika á greifann, og klækjabrögð þeirra hafa kostulegar afleiðingar. „Ýmis málefni í þessari óperu er alveg hægt að heimfæra upp á daginn í dag. Þarna eru framhjáhöld og greifinn hefur greinilega sofið hjá 14 ára stúlku. Alls konar hlutir eru í gangi sem voru sjokkerandi á þeim tíma og verða meira sjokkerandi þegar maður áttar sig á því hve lengi þeir hafa viðgengist. Óperan fjallar um alvöru tilfinningar, ást og afbrýðisemi, reiði og særindi. Merkilegastur finnst mér styrkur kvenna í þessari óperu. Þarna eru ekki bara greifynjan og Súsanna heldur er Marcellina, móðir Fígarós, líka mjög sterkur karakter og Barbarina sem er í aukahlutverki er punkturinn yfir i-ið þegar kemur að því að fletta ofan af greifanum,“ segir Andri.Að syngja frá hjartanu Andri og Eyrún segja æfingaferlið hafa verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt og hrósa samstarfsfólki sínu og leikstjóranum, John Ramsters, sem þau segja vera gríðarlega skipulagðan og orkumikinn. Þau eru ungir listamenn og eru spurð hvort óperutónlist höfði nægilega til ungs fólks. „Áhorfendur í sölum óperuhúsa eru örugglega yfir meðalaldri en það er okkar verkefni að gera óperuna spennandi fyrir ungt fólk. Það gerist að mínu mati með því að vera ekta á sviði og syngja frá hjartanu,“ segir Eyrún og bætir við að enginn ætti að vera svikinn af Brúðkaupi Fígarós. „Óperan var, og sumir segja að hún sé enn, elítulistform. Það var elítan sem kom í óperuna og hlustaði en það þarf ekki endilega að vera þannig. Í óperunni opinberast ekta tilfinningar eins og maður sér í bíómyndum eða á leiksviði. Síðan skemmir ekki fyrir þegar fólk þekkir tónlistina, eins og í þessari óperu. Mikið af tónlistinni þar hefur verið notað í auglýsingar. Ef fólk er að sjá sína fyrstu óperu þá er þetta einmitt kjörin ópera til að byrja á,“ segir Andri. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Hin sívinsæla ópera Brúðkaup Fígarós verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu eftir viku, laugardaginn 7. september. Meðal söngvara í óperunni eru Andri Björn Róbertsson sem fer með hlutverk Fígarós og Eyrún Unnarsdóttir sem er í hlutverki greifynjunnar. Bæði syngja í fyrsta sinn hjá Íslensku óperunni. Andri býr á Englandi og syngur víða um Evrópu og Eyrún býr í Vínarborg þar sem hún lauk nýlega söngnámi. Mozart er eitt af uppáhaldstónskáldum þeirra beggja. „Að fá að debútera hér í hlutverki greifynjunnar er draumi líkast. Það er líka dásamlegt að fá að vera hér í Þjóðleikhúsinu með allri þeirri tækni sem hér er til staðar,“ segir Eyrún. Andri segist vera í draumahlutverki sínu. „Ég átti mér þann draum að þegar ég kæmi loks heim að syngja fyrir Íslensku óperuna þá yrði það þetta hlutverk. Þessi ópera er eitt af meistarastykkjum Mozarts. Þar er mikið af aríum og samsöngsatriðum sem fólk þekkir og Mozart leiðir söguna meistaralega í gegnum músíkina. Hlutverkið mitt, Fígaró, er draumahlutverk og fyrir mína raddtýpu eitt af stóru óperuhlutverkunum.“Styrkur kvenna Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais. Hinn kvensami greifi Almaviva rennir hýru auga til Súsönnu, sem er þjónustustúlka eiginkonu hans. Daginn sem Súsanna á að giftast Fígaró hyggst greifinn nýta sér aldagamlan herrarétt til að sænga hjá henni. Greifafrúin og Súsanna taka höndum saman um að leika á greifann, og klækjabrögð þeirra hafa kostulegar afleiðingar. „Ýmis málefni í þessari óperu er alveg hægt að heimfæra upp á daginn í dag. Þarna eru framhjáhöld og greifinn hefur greinilega sofið hjá 14 ára stúlku. Alls konar hlutir eru í gangi sem voru sjokkerandi á þeim tíma og verða meira sjokkerandi þegar maður áttar sig á því hve lengi þeir hafa viðgengist. Óperan fjallar um alvöru tilfinningar, ást og afbrýðisemi, reiði og særindi. Merkilegastur finnst mér styrkur kvenna í þessari óperu. Þarna eru ekki bara greifynjan og Súsanna heldur er Marcellina, móðir Fígarós, líka mjög sterkur karakter og Barbarina sem er í aukahlutverki er punkturinn yfir i-ið þegar kemur að því að fletta ofan af greifanum,“ segir Andri.Að syngja frá hjartanu Andri og Eyrún segja æfingaferlið hafa verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt og hrósa samstarfsfólki sínu og leikstjóranum, John Ramsters, sem þau segja vera gríðarlega skipulagðan og orkumikinn. Þau eru ungir listamenn og eru spurð hvort óperutónlist höfði nægilega til ungs fólks. „Áhorfendur í sölum óperuhúsa eru örugglega yfir meðalaldri en það er okkar verkefni að gera óperuna spennandi fyrir ungt fólk. Það gerist að mínu mati með því að vera ekta á sviði og syngja frá hjartanu,“ segir Eyrún og bætir við að enginn ætti að vera svikinn af Brúðkaupi Fígarós. „Óperan var, og sumir segja að hún sé enn, elítulistform. Það var elítan sem kom í óperuna og hlustaði en það þarf ekki endilega að vera þannig. Í óperunni opinberast ekta tilfinningar eins og maður sér í bíómyndum eða á leiksviði. Síðan skemmir ekki fyrir þegar fólk þekkir tónlistina, eins og í þessari óperu. Mikið af tónlistinni þar hefur verið notað í auglýsingar. Ef fólk er að sjá sína fyrstu óperu þá er þetta einmitt kjörin ópera til að byrja á,“ segir Andri.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira