Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2019 08:45 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. Stjórn Sorpu samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórans Björns Halldórssonar um breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu sem snúast um aukinn kostnað vegna framkvæmda á svæði Sorpu í Álfsnesi annars vegar og Gufunesi hins vegar. Fjallað var um breytingarnar á Vísi í gær en ákvörðun stjórnar fer hún til borgarstjórnar og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjanna. „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref,“ segir Þórdís Lóa.Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 milljón krónur.SorpaSkuldastaðan í uppnámi „Það er ljóst að eigendur og útsvarsgreiðendur eiga það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Nú fái sveitarfélögin háan bakreikning sem eigi að fjármagna með lántöku og tryggingu sveitarfélaga. „Á sama tíma fjárfestum við í skólum. leikskólum, íþróttamannvirkjum og samgöngum en nú er skuldastaða sveitarfélaganna sett í uppnám og framkvæmdaaðili setur ábyrgðina yfir á sveitarfélögin.“ Ekki sé hægt að leiða þetta hjá sér.Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019.Sorpu„Upphæð af þessari stærðargráðu mun setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna. Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa. Viðreisn hefur frá upphafi sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og það verður haft að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum.“ Viðreisn í Reykjavík leggi ríka áherslu á að lækka skuldir borgarinnar og geri fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir því ásamt aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu. „Til að það sé mögulegt verður að vera hægt að treysta fyrirtækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hreinlega ólíðandi.“ Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. Stjórn Sorpu samþykkti í gær tillögu framkvæmdastjórans Björns Halldórssonar um breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu sem snúast um aukinn kostnað vegna framkvæmda á svæði Sorpu í Álfsnesi annars vegar og Gufunesi hins vegar. Fjallað var um breytingarnar á Vísi í gær en ákvörðun stjórnar fer hún til borgarstjórnar og bæjarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er í eigu Reykjavíkurborgar og bæjanna. „Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveitarfélög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggðasamlög, eru að mínu mati óskiljanlegt fyrirbæri sem klífur ábyrgð og ákvarðanatöku í sundur. Ákvarðanataka og framkvæmd verða að taka mið af hlutverki, ábyrgð og umboði sem er tilfellið hjá Sorpu. Mistök geta gerst en þegar um er að ræða fjárhæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýringa. Svo er hægt að meta næstu skref,“ segir Þórdís Lóa.Annars vegar er um að ræða 17,7% viðbótarkostnað við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi sem ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Ný áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við stöðina aukist um 637 milljón krónur.SorpaSkuldastaðan í uppnámi „Það er ljóst að eigendur og útsvarsgreiðendur eiga það skilið að mistök sem þessi séu tekin alvarlega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig.“ Nú fái sveitarfélögin háan bakreikning sem eigi að fjármagna með lántöku og tryggingu sveitarfélaga. „Á sama tíma fjárfestum við í skólum. leikskólum, íþróttamannvirkjum og samgöngum en nú er skuldastaða sveitarfélaganna sett í uppnám og framkvæmdaaðili setur ábyrgðina yfir á sveitarfélögin.“ Ekki sé hægt að leiða þetta hjá sér.Aukinn kostnaður vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi nemur 719 milljónum króna. Gert var ráð fyrir þessum kostnaði í áætlun SORPU fyrir árið 2018 en láðist að færa hann inn í fjárfestingaáætlun ársins 2019.Sorpu„Upphæð af þessari stærðargráðu mun setja langvarandi fótspor á fjármál sveitarfélaganna. Borgarráð mun fá framkvæmdastjóra og stjórnarformann Sorpu á fund í vikunni og krefjast skýringa. Viðreisn hefur frá upphafi sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og það verður haft að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum.“ Viðreisn í Reykjavík leggi ríka áherslu á að lækka skuldir borgarinnar og geri fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir því ásamt aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu. „Til að það sé mögulegt verður að vera hægt að treysta fyrirtækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hreinlega ólíðandi.“
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira