Meirihlutinn ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu grunnskólanna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. september 2019 14:43 Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nánast allir rekstarliðir skólastarfseminnar í Reykjavík fá of knappt fjármagn. Það er megin niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á úthlutun fjárhagsramma og rekstrar grunnskóla Reykjavíkur en skýrslan var rædd á borgarstjórnarfundi í gær. Þessi staða er auðvitað ekki boðleg enda lögbundin grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber skylda til að veita. Vissulega er það svo að háar fjár¬hæðir renna til mennta¬mála í Reykjavík. Þó segir orðrétt í skýrslunni: „Þrátt fyrir aukin framlög til faglegs starfs í grunnskólum á árunum 2017 og 2018 virðist svo sem það fjármagn sem grunnskólunum er ætlað sé tæpast nægjanlegt.“ Þar með fara þær tölfræðilegu fullyrðingar meirihlutans um að vel hafi verið bætt í fjármagni til skólana fyrir lítið. Því þó svo bætt hafi verið í þá dugar það ekki. Skólarnir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið.Mjög plástrað og úrelt Mjög vel er farið yfir þá fjölmörgu liði sem eru fjársveltir, þeir eru meðal annars: -Úthlutun til sérkennslu og stuðnings, hann er minni en Skóla- og frístundasvið hefur reiknað út að hann þyrfti að vera. -Sama máli gegnir um aðstoð við börn sem eru af erlendu bergi brotin. -Úthlutunar módelið er orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt. -Fjárhagsramminn hefur ekki tekið nægjanlegum breytingum liðinn áratug til samræmis við hækkun á raunkostnaði og það felur í raun í sér skerðingu á fjárframlagi. -Almennur rekstur hefur ekki fylgt vísitölubreytingum að fullu frá árinu 2009 og fjárheimildir í þennan lið eru undir þörf. -Eftir hrunið fyrir tíu árum síðan hefur viðhald fasteignanna verið af skornum skammti með þeim afleiðingum að viðhaldsþörf hefur safnast upp í skólunum -Aðalorsök ófullnægjandi viðhalds virðist fyrst og fremst vera skortur á fjármagni. Fjármagninu er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum um viðhald.Ekki boðlegt ástand Viðhaldi er ábótavant, sérkennsla og aðstoð við erlend börn hefur ekki fengið það fjármagn sem þarf, ekki hefur verið komið til móts við vísitöluhækkanir, veikindaforföll eru mikil og skortur er á fjármagni til skólana sem veldur því að þeir ná ekki að reka sig réttu megin við núllið. Það er því dapurlegt að í skýrslu innri endurskoðunar er lagt til er að skera frekar niður þá þjónustu sem verið er að veita Reykvískum börnum og loka og sameina skóla til að rétta við fjárhagshalla skóla- og frístundasviðs. Eigum við ekki fyrst að byrja á því að leiðrétta þann fjárhagshalla sem er á skóla- og frístundasviði áður en við förum í frekari niðurskurð á sviðinu. Verkefnið á að vera að setja pening í skólastarfið þannig að þeir nái að reka sig réttu megin við núllið. Reykjavíkurborg verður að gera betur, það er niðurstaða skýrslu innri endurskoðunar, þeir sem eru í meirihluta verða að gera betur. Það er meirihlutinn sem bera ábyrgð á slæmri fjárhagslegri stöðu grunnskóla Reykjavíkurborgar.Nýtum skýrsluna til þess að gera betur Eitt af megin markmiðum okkar á að vera að bæta stöðu kennara. Við eigum að efla starfsþróun kennara. Við eigum að hlusta á kennara sem segja að álagið sé allt of mikið á þá í starfi. Það er okkar skylda. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið enda eru þeir að takast á við ótrúlega mörg krefjandi verkefni. Reykjavíkurborg á að skara fram úr í rekstri grunnskólanna. Þrátt fyrir þær flóknu aðstæður sem lýst er í skýrslu innri endurskoðunar þá er margt vel gert í sambandi við faglegt starf í skólunum okkar. Við eigum og verðum hins vegar að gera betur í snemmtækri íhlutun fyrir börn. Ef ætlunin er að spara peninga er það lykillinn að hlúa að frá grunni, byrja fyrr að bjóða upp á þjónustu fyrir börn en nú er gert. Með því má komast hjá miklum vanda síðar á lífsleiðinni hjá börnum. Grunnur að velsæld og samkeppnishæfni þjóða er lagður með góðri menntun. Við eigum að nýta okkur þessa skýrslu til þess að skara fram úr, nýta hana til þess að gera betur. Stöndum vörð um skólana okkar, þeir eru hjartað í hverfunum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar