Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Björn Þorfinnsson skrifar 16. september 2019 06:45 Fjárfestirinn Matthías Imsland byggir upp óhagnaðardrifið leiguveldi. Fréttablaðið/Ernir Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira