Skoðun

Hvað hefði gerst ef enginn hafði hlustað? Værum við dauð?

Anna Claessen skrifar
„Þeir heyrðu í mér en þeir hlustuðu á þig” sagði vísindamaðurinn Valery Legasov við varaformanninn Boris Shcherbina í þættinum Chernobyl.

Ég þoli ekki þegar þegar fólk hlustar ekki á mig, sérstaklega þegar ég hef eitthvað mikilvægt að segja. Eins og Greta Thunberg „HOW DARE YOU!” (hvernig dirfist þú) ræðan alræmda.

Kannski er ég ekki nógu skýr

Kannski er ég ekki nógu hávær

Kannski er ég ekki nógu ákveðin

Kannski af því ég er kona

Kannski af því ég er ekki með rétta titilinn

Hvað fær þig til að virða manneskju nógu mikið og hlusta á hana?

Þegar ég segi eitthvað og svo segir karlmaður það sama, virðast allir hlusta á manninn. Ég verð reið. Kallið mig bitra en það er pirrandi að fá kjarkinn til að tala sínu máli og enginn hlustar á þig, bara þá. Hrósa þeim fyrir þín orð. Það fær þig til að stoppa. Þú hættir að tala. Þér finnst eins og þú hefur ekki rödd. Eins og enginn hlusti. Eins og þú sért einskis virði.

Ég er glöð að heyra að fólk er að tala um og hlusti á Gretu, en þeir efast samt um hana.

Ef hún væri karlmaður með virtan titill, myndu þeir gera það?

Eða bara fylgja skipunum, líkt og herinn gerir?

Líkt og þeir gerðu við Shcherbina í Chernobyl þáttunum.

Hvað fær manneskju til að hlusta?

Hvað fær manneskju til að breytast?

Hvað hefði gerst ef enginn hefði haft kjarkinn og talað um það sem var virkilega að gerast í Chernobyl? Hvað hefði gerst ef þeir sem réðu hefðu ekki hlustað?

Værum við öll dauð?

Hlustum á skilaboðin! Þau skipta máli!

Takk allir sem unnu að viðgerðum Chernobyl og höfðu kjark til að segja frá.

Takk Greta fyrir að tala og fá heiminn til að hlusta.

Þú skiptir máli.

Þín rödd skiptir máli.

Hlustaðu!




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×